í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Óflokkað, Púgyn, Sigyn

Þriðjudaginn 27. febrúar fundar Reykjavíkurráð ungmenna með borgarstjórn á opnum fundi í borgarstjórnarsal Ráðhússins. Til umfjöllunar eru tillögur frá ungu fólki í Reykjavík um málefni sem á þeim brenna og þeim finnst að betur megi fara í borginni. Fundurinn hefst kl. 15. Streymt verður frá fundinum á vefslóðinni http://reykjavik.is/fundirborgarstjornar/borgarstjorn-i-beinni.

Fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar er orðinn að árvissum viðburði og er þessi fundur sá sautjándi í röðinni. Að þessu sinni liggja sjö tillögur fyrir fundinum og snúa þær m.a. að gerð viðbragðsáætlunar vegna kynferðislegs ofbeldis og áreitni í skóla- og frístundastarfi, endurbótum á einkunnarkerfi í grunnskólum, samspili íslenskukennslu og aðstoðar við heimanám fyrir börn og foreldra af erlendum uppruna og að því að auka atvinnutækifæri fyrir unglinga.

Fulltrúar í Reykjavíkurráði ungmenna hafa haft í nógu að snúast undanfarna mánuði. Ráðið hittist vikulega og skipulagði að auki starfsdag fyrir unglinga í öllum ungmennaráðum Reykjavíkur. Þá flutti fulltrúi ráðsins erindi á morgunverðarfundi ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkur, ráðið á fulltrúa á samráðsvettvangi um gerð menntastefnu Reykjavíkurborgar, á hinni árlegu ráðstefnu Ungt fólk og lýðræði og stúlkur úr ráðinu tóku þátt í viðburði í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu á vegum samtakanna Women Political Leaders. Ráðið á einnig áheyrnarfulltrúa á fundum skóla- og frístundaráðs, íþrótta- og tómstundaráðs og í stjórn Barnamenningarhátíðar.

Markmið með starfsemi Reykjavíkurráðs ungmenna er m.a. að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri og þjálfast í lýðræðislegum vinnubrögðum. Í starfi sínu í vetur og síðastliðin ár hefur Reykjavíkurráðið fjallað um málefni ungs fólks og tekið þátt í ýmsum verkefnum sem fulltrúar ungs fólks í Reykjavík. Reykjavíkurráð ungmenna er jafnframt samráðsvettvangur allra ungmennaráða sem starfa í borginni.

Meðfylgjandi er yfirlit yfir tillögur Reykjavíkurráðs sem lagðar verða fyrir borgarstjórn.

Allar nánari upplýsingar veitir Hulda Valdís Valdimarsdóttir verkefnastjóri á fagskrifstofu frístundamála og starfsmaður Reykjavíkurráðs ungmenna, í síma 695-5021.

TILLÖGURNAR: tillgur_greinargerir_2018_fundur-me-borgarstjrn

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt