í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Höllin

Síðustu vikur hjá okkur í Höllinni eru búnar að vera fjölbreyttar og skemmtilegar.

Í sértæku frístundastarfi vinnum við mjög náið með ungmennum, bæði í leik og starfi. Vegna þessa reyndist mjög erfitt að brjóta starfið upp of mikið. Við erum með hagsmuni ungmennana að leiðarljósi og því gerðum við okkar allra besta í þessu fordæmalausa ástandi.

Á venjulegum degi eru meira en tuttugu einstaklingar í Höllinni á aldrinum tíu til sextán ára. Með fjöldatakmörkunum geta aðeins ungmenni úr einhverfudeild Foldaskóla verið í húsi hverju sinni. Við reynum að nýta tímann vel og gerum hefðbundna hluti sem eru venjulega í boði í Höllinni. Það er vinsælt að fara í listaherbergið og föndra eða búa til eitthvað skemmtilegt.

Það er endalaust í boði úti fyrir og því reynum við að  nýta okkur það eins mikið og við getum. Einn fimmtudaginn fóru við á Klambratún í frisbígolf sem heppnaðist mjög vel. Þegar vel viðraði og klakinn að mestu farinn var hægt að ræsa þau út á hlaupahjól og fara smá hring nálægt Egilshöll.

Það er líka mjög vinsælt að fara út og safna allskonar hlutum. Það er ekki alveg vitað hvað sum okkar eru búin að veiða margar golfkúlur úr ánni hjá Korpúlfsstaðavelli, en það hleypur á tugum.

Þrátt fyrir að Foldaskólakrakkarnir geti aðeins verið í húsi höfum við í Höllnni haldið úti starfi fyrir anna hóp, sem ekki sækir Foldaskóla. Nokkrir eru í einstaklingsprógrammi en þau eru þá á bíl með starfsmanni og gera ýmist saman. Það hefur verið keyrt út á land til að skoða eyðibýli, náttúrugöngur,  farið í körfubolta á flestum körfuboltavöllum höfuðborgarsvæðisins, eða bara rúntað og spjallað um lífið og tilveruna.

Í lokin má nefna Hjólakraft sem hefur reynst mjög mikilvægur hluti af starfinu í þessu ástandi.

Í Hjólakrafti eru sex ungmenni frá okkur. Tveir starfsmenn Hallarinnar ásamt starfsmanni Hjólakrafts fara hring um Grafarvoginn á hjólum frá Gufunesbæ. Strákarnir í hópnum eru búnir að mynda góðan kjarna í vetur og því var ekki annað í boði en að halda áfram að hjóla á þriðjudögum og fimmtudögum. Veturinn er búinn að vera ansi harður og þegar ekki er hægt að hjóla hefur hópurinn tekið góðan göngutúr um svæðið og endað í kakóbolla.

Við höldum áfram að veita fjölbreytta og skemmtilega þjónustu til þeirra sem hægt er, en hlökkum samt til að allt fari í eðlilegar horfur. Þangað til, þá verður bara gaman.

 

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt