Sigurvegarar á fyrsta lan-móti Samfésar

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær

Helgina 4-5 maí var haldið í fyrsta sinn LAN-mót á vegum Samfés og Félkó þar sem rafíþróttamenn framtíðarinnar komu saman í íþróttahúsinu Digranesi. Það var frábær þátttaka og um 80 unglingar skráðu sig til leiks, keppt var í Fortnite og CS:OG. Spilað var frá 11:00 til 23:00 á laugardeginum og frá 11:00-15:00 á sunnudeginum, með pásum þar sem farið var í sund, lazertag og gert æfingar í íþróttasalnum í Digranesi. Ótrúlega flottur viðburður og vonandi verða bara enn fleiri sem taka þátt á næsta ári.

Eitt lið tók þátt frá okkur í félagsmiðstöðinni Dregyn og var það skipað 5 drengjum í 10. bekk, en það eru þeir Aron Eiður Ebenesersson, Hrafnkell Orri Elvarsson,  Friðrik Eiríksson , Kristinn Bjarni Haraldsson og Pavle Milutinovic.

Þeir fengu sjálfir að skýra liðið sitt og varð nafnið BHALE fyrir valinu. Skemmst er frá því að segja að okkar strákar gerðu sér lítið fyrir og unnu CS:GO mótið! Frábær frammistaða og erum við starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar sem og samnemendur drengjanna  ótrúlega stolt af þeim.

Í verðlaun fengu þeir gjafabréf í klifur, gjafabréf hjá Bæjarins Beztu, 2 bíómiða + popp og gos og að lokum inneign í tölvuleikinn CS:GO

Rafíþróttir eða hópspilun í tölvuleikjum hefur verið vaxandi í umræðunni um tómstundarmál undanfarin misseri. Ýmis íþróttafélög hafa nú þegar stofnað rafíþróttadeildir og tóku félagsmiðstöðvarnar í Grafarvogi sig til í janúar síðastliðnum  og stofnuðu sína eigin rafíþróttaklúbba. Í þessum klúbbum er lögð áhersla á samvinnu, vinskap og hvernig auðvelt sé að samtvinna tölvuleikjaspilun við heilbrigt líferni. Þessi klúbbur hefur gengið vel og má því segja að þátttakan í Lan mótinu hafi verið ákveðin gulrót fyrir meðlimi klúbbsins, svo er aldrei verra þegar að vel gengur í mótinu sjálfu.

Við óskum strákunum innilega til hamingju með góðan árangur á mótinu og hlökkum til þess að þróa rafíþróttaiðkun samhliða félagsmiðstöðvarstarfinu á næsta ári.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt