í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Sigyn

Þann 13.september verður haldinn fyrsti fundur Ungmennaráðs Grafarvogs í Hlöðunni við Gufunesbæ klukkan 19:30. Allir sem hafa áhuga á að vera með eru velkomnir á fundinn. Boðið verður upp á pizzur og aðrar veitingar. Ungmennaráðið er fyrir alla á aldrinum 13-18 ára og er tækifæri til þess að hafa áhrif og vinna að málefnum ungs fólks.

 

Þá ber líka að nefna að fundur fyrir samstarfsverkefni #sjúkást og félagsmiðstöðva Samfés ,,Unglingar gegn ofbeldi” verður haldinn 3.október kl 16 í húsnæði Stígamóta, Laugavegi 170. Þar gefst unglingum tækifæri til þess að taka afstöðu gegn ofbeldi og kynna sér baráttuna gegn ofbeldi.

 

Við í Sigyn hvetjum alla áhugasama unglinga til þess að mæta og kynna sér málið.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt