Sumarsmiðjur 10-12 ára í góðum gír

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Púgyn, Sigyn

10-12 ára starf Gufunesbæjar fer frábærlega vel af stað þrátt fyrir að veðrið hafi ekki gefið mikið af sér þetta sumarið. Útivistarsvæðið við Gufunesbæ hefur verið vel nýtt þar sem við höfum farið í klifur, útieldun og leiki en við höfum líka heimsótt Þjóðleikhúsið, farið í ratleik á Árbæjarsafninu, skotið með ör úr boga í Bogfimisetrinu, prófað Laser tag, minigolf og fótboltagolf í Skemmtigarðinum í Grafarvogi, hjólað til Mosfellsbæjar í sund, heimsótt Maríuhella og fleira. Einnig hafa krakkarnir bakað samtals um 50 snúða, 100 kleinuhringi, 300 konfektmola og gert 1200 brjóstsykra. Framleiðslan hefur ekki stoppað þar en fagurlitaðir bolir, perluskálar, skartgripir, gips grímur, slím og málverk er meðal þess sem þau hafa föndrað við og tekið með sér heim. Framundan eru spennandi smiðjur en í lok sumarstarfsins ætlum við að kíkja á dýragarðinn í Slakka, heimsækja Viðey, fara í veiðiferð, hoppa á trampólínum í Skypark, búa til sushi, elda ítalska gæðarétti, skoppa um í bubble bolta og halda svo veglega lokahátíð. Sumarstarfið okkar hefur verið frábært og hlökkum við til næstu smiðja.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt