Sumarstarfið í Höllinni

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Höllin

Sumarstarfið í Höllinni er búið að ganga ótrúlega vel. Við vorum rétt ný komin í gang eftir samkomubann þegar sumarfríið skall á og því allir ólmir að vera saman og gera skemmtilega hluti. Við erum með marga krakka og reynum því að hafa starfið eins fjölbreytt og hægt er svo allir geti fundið eitthvað sér við hæfi.

Það sem við gerum helst er að ræsa alla krakkana út í bíla eða strætó og ferðast. Við ferðumst bæði innanbæjar og utan og er af nógu að taka.

Til að fá menninguna í okkur fórum við á Árbæjarsafn og Saga Museum svo fátt eitt sé nefnt. Til gamans tókum við strætó í Húsdýra- og Fjölskyldugarðinn en við höfum líka verið bara í Foldaskóla, bæði í kósí en líka leikjum og allskonar keppnum. Við erum búin að fara í Nauthólsvík til að leika okkur í sandinum en margir hafa kosið að fara í sjósund.

Elliðaárdalurinn var rosalega skemmtilegur, bæði fórum við í leiki í kjarrinu en krakkarnir fóru líka að vaða í ánni. Orkuboltarnir hoppuðu í ánna úr Indjánafoss. Við tókum líka ferðir í nágrenni Reykjavíkur, meðal annars fórum við á Hafravatn og vorum með dagskrá á grasblettinum þar. Sama og með fossinn, þá voru margir orkuboltar sem fóru að synda í ísköldu vatninu.

Utanbæjarferðir voru margar og skemmtilegar. Við keyrðum alla leið á Seljalandsfoss og fórum auðvitað á bak við hann, fórum svo smá spöl lengra að Nauthúsagili og dáðumst að fegurðinni þar. Við fórum svo í náttúruskoðun í Borgarfirði og í fjársjóðsleit á Kleifarvatni. Orkuboltarnir fengu útrás í sjósundi á Akranesi en það var auðvitað lang best að slaka á í nýju pottunum við Langasand eftir á.

Það má minnast á það að veðrið í ár hefur ekki verið alveg jafn gott og í fyrra, en við látum það ekki stoppa okkur. Til að mynda fórum við með flesta krakkana að skoða Hraunfossa og Barnafoss og jafnvel Reykholt í grenjandi rigningu og allir í góðu skapi.

Þessar fyrstu fimm vikur í vetrarstarfinu gjörsamlega brunuðu áfram og sumarfríið var fín stoppistöð til að hlaða rafhlöðurnar.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt