Arndís EinarsdóttirFrístundaleiðbeinandi

  Arndís byrjaði hjá okkur í nóvember 2016. Hún var einu sinni nemandi í  Vættaskóla Engjum svo hún er á heimavelli. Hún ákvað að halda áfram að vinna í Dregyn því eins og áður hefur komið fram þá er þetta besta félagsmiðstöðin í Grafarvogi. Arndís er hress, einlæg, skipulög, ljúf, kaldhæðin, skemmtileg, róleg og elskar útiveru.

  Nokkrar skemmtilegar spurningar sem hún svaraði:

  1. Fullt nafn: Arndís Einarsdóttir
  2. Afmælisdagur og ár: 8.mars 1996
  3. Hvað færðu þér í morgunmat: Undanfarið hef ég verið að fá mér hafragraut með eplum og hunangi, ásamt einum kaffibolla.
  4. Uppáhalds dýr: HUNDUR, ekki spurning. Mikil hundamanneskja, hata ketti.
  5. Áttu einhver viðurnefni: Það hefur verið margoft reynt að kalla mig eitthvað annað en Arndís. Það festist aldrei líklega vegna þess að pabbi húðskammaði alla sem kölluðu mig eitthvað annað en Arndís.
  6. Menntun: Var að byrja mitt fyrsta ár  í Heilbrigðisverkfræði. Sjáum til hvernig það mun ganga. En áður en það brjálaði byrjaði þá var ég í Verslunarskóla Íslands sem ER besti skólinn sama hvað Steinar segir.
  7. Hjúskaparstaða:  Er á föstu með stráki sem heitir Hjálmtýr, búum saman í lítillri bílskúrsíbúð í Kópavogi.
  8. Hvar sérðu sjálfan þig eftir 10 ár: Hmmm á einhverjum góðum stað bara. Segjum Morokkó hefur lengið langað að fara þangað, jáb Marokkó.
  9. Uppáhalds skyndibitinn: Nakd stykkin eru í miklu uppáhaldi, svo elska ég Serrano.
  10. Sturluð staðreynd um þig: Hef átt þrjá refi sem gæludýr og eina gæs

   

  Contact Us

  We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

  Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt