í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Frístundaheimili (6-9ára), Gufunesbær

Gróska forvarnafélag Grafarvogs og Kjalarness stendur fyrir fræðslufundum fyrir foreldra í vetur.
Þriðjudaginn 22. október n.k. kl. 19:30-21:30 verður fræðslufundur fyrir foreldra í Hlöðunni við Gufunesbæ.
Á þessum fyrsta fundi verður fjallað um stöðu barna og unglinga í Grafarvogi út frá könnun Rannsóknar og greiningar. Jafnframt verður fjallað um hvernig foreldrar geti stutt við börn sín til að efla þau í að takast á við áhættuþætti og hópþrýsting. Að lokum er lögð áhersla á samstarf foreldra að bættu samfélagi.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur Rannsóknar og greiningar og Sigríður Björk Einarsdóttir Framkvæmdastjóri SAMFOK verða með erindið:
„Það eru engir töfrar“
Að loknu erindi verða almennar umræður um efnið.

Gróska er forvarnafélag Grafarvogs og Kjalarness. Í Grósku sitja fulltrúar skólastjóra, leiksskólastjóra, Borgarholtsskóla, foreldra, unglinga, Gufunesbæjar, Fjölnis, Heilsugæslunnar, Lögreglunnar, Grafarvogskirkju og Miðgarðs.

 

Linkur á viðburðinn á Facebook : https://www.facebook.com/events/1045503155804600/

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt