í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Það helsta úr fréttabréfi september mánaðar

Kæru foreldrar og forráðamenn, það er komið nýtt skólaár og erum við á fullu að undirbúa spennandi vetur sem er framundan. Við ætlum að reyna að hafa einn stóran viðburð á mánuði og vonum við að unglingarnir taki vel í það.  Það er búið að breyta opnunartímanum hjá okkur og erum við loksins með sama opnunartíma og allar aðrar félagsmiðstöðvar i  Reykajvík. Það verður opið 4 daga í viku, sem hefur ekki verið gert áður.
Opin hús eru  núna þrisvar sinnum  í viku:
Mán– , mið– og föstudagskvöld
Svo verða þriðjudagskvöldin fyrir skipulagðari skemmtilegheit, og muna þessar vaktir heita
Stuðkvöld Steindísar 

Við vonum að sem flestir sjá sig fært um að mæta eitthvað af þessum dögum og vera með í gleðinni.

Það er kominn nýr starfsmaður til okkar og hann heitir Jóhannes en kallaður Jói og er Grafavogsbúi í húð og hár. Hann er 22 ára og er í háskólanámi samhliða félagsmiðstöðva starfinu. Unglingarnir fá að kynnast honum á næstunni og erum við ótrúlega ánægð að bæta við nýju starfsmanni. Hann var að vinna í félagsmiðstöðinni Fjörgyn sem er staðsett í Foldaskóla svo hann þekkir starfið vel hér í Grafarvoginum, enda byrjaði hann 2015 hjá Gufunesbæ.

Nýjir og frábærir opnunartímar hjá okkur í Dregyn
Mán- og miðvikudagskvöld
19:30-22:00
Stuðkvöld Steindísar
19:30-22:00
Föstudagskvöld
19:30-22:30

 

Rush—trampolíngarður – VIÐBURÐi LOKIÐ

Miðvikudagskvöldið 12.sept ætlum við með unglingunum í nýja trampolíngarðinn Rush.
Þetta er fyrsti stóri viðburðurinn okkar og vonum við svo sannarleg að sem flestir komi með okkur.
Við munum hefja skráningu á miðvikudaginn 29.ágúst
og þarf að skrá og borga á sama tíma.
Við munum taka strætó þangað

Dagskránna finnið þig svo undir dagskrá á heimasíðunni okkar

Dagskrár Dregyn

 

Þangað til næst
Starfsfólk Dregyn

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt