Frístundaheimilið Tígrisbær – Rimaskóla

Home » Tígrisbær » Um Tígrisbæ

Um frístundaheimilið Tígrisbæ

Frístundaheimilið Tígrisbær er staðsett við Rimaskóla í Grafarvogi. Tígrisbær er eitt af átta starfandi frístundaheimilum sem tilheyra frístundamiðstöðinni Gufunesbæ.

Frístundaheimilið er staðsett í skálum við skólalóð Rimaskóla. Eldri börnin nýta aðstöðu með félagsmiðstöðinni Sigyn. Einnig höfum við aðgang að bókasafni, tölvustofu, heimilisfræðistofu og íþróttahúsi.

Við leggjum áherslu á barnalýðræði í starfsemi okkar þar sem börnin velja sjálf hvað þau leika sér með og hverju þau taka þátt í. Boðið er uppá skipulagða dagskrá fyrir alla aldurshópa og það er val barnanna hvort þau taki þátt í dagskránni eða séu þá í frjálsum leik í Tígrisbæ. Innra skipulag er byggt upp þannig að yngstu börnin fá mest frjálsan leik en tilboðum fjölgar svo eftir því sem þau verða eldri og einnig á vorönn. Hópa-og klúbbastarf er sniðið eftir aldri og þroska barnanna en einnig eftir áhugasviði þeirra.

Hálfsmánaðarlega erum við með barnaráð sem fær að ráða einum degi í komandi viku. Þá er dregið í ráðið í byrjun vikunnar, þau funda undir lok vikunnar og komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað eigi að borða og hvaða þema verður í gangi daginn sem þau velja. Öll börn í Tígrisbæ fá að sitja einu sinni hvert skólaár í barnaráði.

Tilgangur frístundaheimilisins er að veita börnunum tækifæri til að stunda frístund við þeirra hæfi. Í Tígrisbæ læra börnin að vera vinir, góð hvert við annað og hvernig á að leika sér fallega.

 

Um Tígrisbæ
Starfsmenn

Starfsmenn

 • Ásrún Ýr Rúnarsdóttir forstöðumaður
  Ásrún Ýr Rúnarsdóttir forstöðumaður Forstöðumaður
 • Karen Anna Sævarsdóttir
  Karen Anna Sævarsdóttir Aðstoðarforstöðumaður
 • Árni Þór Jónsson
  Árni Þór Jónsson Frístundarráðgjafi
 • Hekla Gná
  Hekla Gná Frístundaleiðbeinandi

  Vinnur alla daga

  • Heiðdís Erla Sigurðardóttir
   Heiðdís Erla Sigurðardóttir Stuðningsstarfsmaður

   Vinnur alla daga

   • Sara Líf Gísladóttir
    Sara Líf Gísladóttir Frístundarleiðbeinandi

    Vinnur þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga

    • Sóley Dögg Ásgerðardóttir
     Sóley Dögg Ásgerðardóttir Frístundarleiðbeinandi

     Vinnur alla daga

     • Ólöf Rún Guttormsdóttir
      Ólöf Rún Guttormsdóttir Frístundarleiðbeinandi

      Vinnur þriðjudaga og föstudaga

      • Eydís María Ingudóttir
       Eydís María Ingudóttir Frístundarleiðbeinandi

       Vinnur þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga

       • Sara Ísabella
        Sara Ísabella Frístundaleiðbeinandi

        Vinnur á mánudögum

        • Gísli Steinar Valmundsson
         Gísli Steinar Valmundsson Frístundaleiðbeinandi

         Vinnur á þriðjudögum og föstudögum

         • Hólmfríður Jóna Óskarsdóttir
          Hólmfríður Jóna Óskarsdóttir Stuðningsstarfsmaður
          • Magnús Veigar Ásgrímsson
           Magnús Veigar Ásgrímsson Stuðningsstarfsmaður

           Vinnur alla daga

           Starfsáætlun

           Starfsáætlun…

           Gildi
           Contact Us

           We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

           Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt