Ungmennaráð Grafarvogs – kynningarfundur fyrir áhugasama

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Púgyn, Sigyn

Kynningarfundur fyrir áhugasama sem vilja taka þátt í starfi ungmennaráðs Grafarvogs verður fimmtudaginn 13. september klukkan 19:30 í Hlöðunni, Gufunesbæ. Ungmennaráð Grafarvogs samanstendur af ungmennum á aldrinum 13-18 ára sem búa í Grafarvogi. Ráðið á fulltrúa í Reykjavíkurrráði ungmenna.

Markmið með starfi ungmennaráða er að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila en einnig að veita þátttakendum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og vettvang til að þjálfa sig í slíkum vinnubrögðum.

Umsjónarmenn ungmennaráðs Grafarvogs verða Jóhannes Bjarki Bjarkason, starfsmaður í félagsmiðstöðinni Dregyn og stjórnmálafræðinemi og Guðbjörg Lára Másdóttir sem starfar á skrifstofu borgarstjóra og borgarrritara.

Endilega látið áhugasama vita af kynningarfundinum!

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt