Velkomin í Ævintýraland

 í flokknum: Ævintýraland

Nú eru börnin komin aftur í Ævintýraland eftir sumarfrí og frístundastarfið hafið. Við förum rólega af stað og bjóðum börnunum alltaf út í byrjun dags. Eftir það er ýmist í boði að leika í frjálsum leik í Ævintýralandi, fara í íþróttasal, tölvur eða í Andabæ fyrir elstu börnin. Þegar líða fer á veturinn fer svo skipulagðara starf í gang og munum við einnig bjóða upp á bakstur og vonandi ferðir fyrir elstu börnin.

Ég, Aðalheiður Rán – Heiða, tók við stöðu forstöðumanns Ævintýralands núna í haust. Með mér í vetur verða Heiðrún og Baldvin – Baddi en þau vinna bæði alla daga og svo fáum við smá liðsauka frá honum Jónasi seinnipartinn á mánudögum.

Hlökkum til samverunnar í vetur 🙂

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt