í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Púgyn

Vikan í Púgyn

Núna er skólaárið sannarlega hafið af fullum krafti og okkur finnst svo gaman að vera byrjuð aftur eftir sumarfrí. Mætingin var frábær í seinustu viku og við hlökkum til að halda áfram að sjá svona marga á opnunum. Í vikunni verður mikið í gangi hjá okkur í Púgyn. Bæði hjá 10-12 ára og svo líka hjá unglingunum.

10-12 ára dagskrá vikunnar:

Mánudagur: Human Cluedo – þar setja krakkarnir sig í spor rannsóknarlögreglu og eiga að leysa mál með aðstoð vísbendinga.

Miðvikudagur: Kíló – Leikum okkur í íþróttasalnum, byrjum á nokkrum kíló leikjum og svo verður í boði að hafa frjálst.

Fimmtudagur: Fyrsta 7.bekkjaropnunin, í þetta sinn verður hún kl. 15-17 í Vík. Hittumst og ræðum hvað viljum gera í vetur.

Föstudagur: Bíómynd og kósý – Endum vikuna á rólegu nótunum og horfum á mynd, Púgyn býður uppá Popp og djús. Fyrir þá sem vilja ekki slaka á verður einnig í boði að vera í íþróttasalnum og spila.

 

Unglinga dagskrá vikunnar:

Mánudagur: Borðtennismót – Grafarvogsleikarnir eru á næsta leiti og því ekki seinna vænna að hefja undankeppnir, keppt verður í stelpu og stráka flokkum og sigurvegararnir keppa fyrir hönd Púgyn.

Miðvikudagur: Survivor – Einn vinsælasti viðburður vetrarins verður á miðvikudaginn þegar við förum í Survivor leik sem byggður er á samnefndum raunveruleikaþáttum.

Fimmtudagur: Fyrsta dagopnun vetrarins, opið frá kl. 16:30-18:30.

Föstudagur: Við ætlum að bjóða í bíó og popp, auðvitað í boði að gera eitthvað annað ef þið hafið engan áhuga á því að horfa á mynd.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kv,
Púgyn

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt