í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Á þriðjudagskvöld fáum við í heimsókn til okkar Andreu og Kára með fræðsluna “Fokk me – fokk you”.

Andrea og Kári eru reynslumikið félagsmálafólk og hafa unnið í þeim bransa um nokkurt skeið. Fræðslu þessa hafa þau farið með í skóla og félagsmiðstöðvar víðsvegar um höfuðborgina síðastliðin ár og óhætt að segja að hún hafi vakið mikla lukku. Viðfangsefni fræðslunnar eru samskipti kynjanna, áhrif samfélagsmiðla og sjálfsmyndin. Þó ber að nefna að fræðslan fer víðar en þessi þrjú viðfangsefni og tekur á sig þá stefnu sem að hópurinn skapar hverju sinni.

Á miðvikudeginum fer 7.bekkjarklúbbur fram þar sem að spilasmiðja verður á dagskránni. Einnig er dagopnun á miðvikudaginn. Þá er ætlunin að baka eitthvað og hafa notalega stund.

Á fimmtudeginum er svo 10 – 12 ára starfið með sinn vikulega hitting frá 16:30 – 18:00 en þá fer fram Spurningakeppni meistarans. Svakalega spurningakeppni og vegleg verðlaun í boði.
Á fimmtudagskvöldið er svo strákakvöld á dagskránni. Þá er félagsmiðstöðin eingöngu opin strákum á unglingastigi(8. – 10.bekkur). Það kvöldið verður borðaður góður matur saman, farið í Tabú-umræður og alls lags leiki og fjör.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt