í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær

Vikan verður með öðru sniði þessa vikuna þar sem við erum að fara í leikhús.

Í kvöld (mánudaginn 6.nóv) erum við að fara í Borgarleikhúsið að horfa á undanúrslit Skrekks. Við erum með frábæran hóp sem er búinn að leggja mikla vinnu í að gera flott atriði og erum við mjög spennt að sjá þau stíga upp á sviðið. Það eru fullt af unglingum úr Vættaskóla að fara og hvetja þau áfram og við vonum auðvitað að atriðið fari áfram á úrslitakvöldið. .
Unglingarnir þurftu að kaupa sér miða á skólatíma ef þeim langaði að koma og horfa á. Við í félagsmiðstöðinni sáum ekki um þessa miðasölu heldur skólinn

Skrekkur er orðinn fastur liður og eru atriðin alltaf að verða flottari og flottari. Þvílík vinna og undirbúningur sem fer í að búa til “stutt leikrit”. Einnig er svo frábært hve mikið af unlingum taka þátt ár eftir ár, og eru með mikinn kjark að standa fyrir framan fullan sal af jafnöldrum sínum og syngja, dansa, leika. Þau eru algjörir snillingar.

Dagskráin hljómar svona þessa vikuna:
Mánudagur: Skrekkur, Borgarleikhúsið. Þeir sem keyptu miða fara með rútu fram og til baka.
Þriðjudagur:
10-12 ára: Lokahittingur 6.bekkja klúbbs
Unglingar:Lokað-færðum vaktina yfir á mánudag.
Fimmtudagur:
10-12 ára: Risapógó inn í matsal og opið hús
Unglingar: Risapógó inn í matsal og opið hús

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt