í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Heljarinnar vika framundan í Fjörgyn.

Unglingastarf(8. – 10. bekkur) Kvöldopnanir 19:30 – 22:00
Þriðjudagur 16. janúar – Kvíðafræðsla með Silju Björk

Silja Björk er ung og hæfileikarík kona sem kemur í heimsókn til okkar á þriðjudagskvöldið til að fræða okkur um kvíða. Silja Björk er rithöfundur og lífstílssbloggari að atvinnu. Hlakkar okkur mikið til að fá hana í heimsókn til okkar og hvetjum alla til að koma.

Fimmtudagur 18. janúar – Human Cluedo

Spilið Clue var geysivinsælt hér um árabil. Human Cluedo er í raun eins og spilið nema í raunstærð  og gerist í herbergi með alvöru hlutum og vísbendingum. Rannsóknarleikur sem enginn vill missa af.

Föstudagur 19.janúar – Vökunótt (Tími auglýstur síðar)

Vökunótt fer fram þann 19.jan og stendur skráning yfir. Leyfisbréf þarf að sækja í vikunni og skila útfylltu á kvöldopnun þann 18.janúar.

10 – 12 ára félagsstarf (5. – 7.bekkur)

Þriðjudagur 16. janúar – 15:00 – 17:00 – Opið hús

Þessa vikuna verður húsið opið og allt sem það hefur uppá að bjóða líka. Nintendo, PS4, borðtennis, pool, spil eru einungis nokkrir af þeim hlutum sem hægt er að leika sér með í Fjörgyn

Fimmtudagur 18.janúar – 16:30 – 18:00 – Löggu og bófa út um allan skóla

Þennan viðburð þarf vart að útskýra en hann nýtur ávallt vinsælda. Foldaskóli eins og hann leggur sig notaður sem leikvöllur fyrir löggu og bófa.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt