Vikan í Fjörgyn: Morgunkorn/kareoke-fjör, Night Game o.fl.

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Þvílík vika sem er að fara af stað hjá okkur í Fjörgyn.

Á þriðjudagskvöldið verðum við með morgunkornsveislu þar sem hægt verður að kaupa mismunandi tegundir af morgunkorni í sjoppunni hjá okkur. Skálin á 100 krónur. Þá verðum við einnig með kareoke á dagskránni fyrir þá söngfugla sem vilja grípa í hljóðnemann.

Miðvikudaginn er svo 7.bekkjarklúbburinn með þriðja hitting sinn þennan mánuðinn en þessa vikuna er pizzagerð á dagskránni. Fimmtudagskvöldið bjóðum við svo uppá innanhúsfótboltamót Fjörgynjar. Talað hefur verið um að innan- og utanhúsfótbolti séu í raun sitthvor íþróttin. Kemur í ljós í þessari viku.

Við lokum svo vikunni á föstudeginum með Night Game. Þar er um að ræða ratleik með skemmtilegu ívafi. Skráning stendur yfir og er hægt að skrá lið sitt til kl. 12 á föstudag.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt