Vikan í Púgyn : Dagskrá vikunnar og upplýsingar um Rósaballið.

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær, Púgyn

 

ATH upplýsingar fyrir Rósaballið

Rósaballið er haldið föstudaginn 6.október í ár. Það er hugsað þannig að það sé verið að bjóða 8.bekk velkominn í félagsmiðstöðina með því að 10.bekkur býður 8.bekknum á ballið. Þetta fer þannig fram að þeir sem hafa áhuga á að koma á ballið koma inná skrifstofu Púgyns og skrá sig hjá starfsfólki Púgyn. Þegar skráningu lýkur drögum við fólk saman .. aðila úr 8.bekk og 10.bekk. Það getur þó stundum komið fyrir að krakkar úr 9.bekk sækji en það er einungis ef skráning í 10.bekk er lítil. 10.bekkur fær svo rós á ball-deginum sjálfum sem þau afhenda svo 8.bekk þegar þau eru sótt. Krakkarnir mæta svo saman á ballið þar sem tekin er mynd af þeim í anddyrinu og eftir það eru þau „frjáls ferða sinna“. Krakkarnir þurfa s.s ekki að vera saman allt ballið nema þau vilji það. Ótrúlega skemmtilegar minningar hafa skapast á þessu balli og er þetta best sótta ballið okkar yfir skólaárið svo það ætti enginn að láta þetta framhjá sér fara.

Eins og fyrr segir verður ballið haldið 6.október n.k í Kelduskóla-Korpu.

Það kostar 300 krónur á ballið og borgar hver fyrir sig, þótt við tölum hér að ofan að 10.bekkur sé að bjóða 8.bekk á ballið.

Skráning er hafin og lýkur henni fimmtudaginn 5.október.

 

Vikan í Púgyn

 

Þriðjudagurinn 3.okt – Kelduskól Vík 19:00 – 22:00 : Fótboltamót og Fifa 18 mætir í hús.

Við ætlum að nýta okkar frábæra íþróttasal og halda fótboltamót fyrir þau sem vilja. Fyrirkomulagið er einfalt fjórir saman í liði og skráning á staðnum.

Fifa 18 er mættur í hús og ætlum við að vígja hann þetta kvöldið.

Ef þú hefur ekki áhuga á fótbolta þarftu ekki að hafa áhyggjur þvi opið hús hefur uppá fullt annað að bjóða t.d ætlum við að tengja karíókí græjunar..

Fimmtudagurinn 5.okt : Kelduskóla Vík – 20:00 – 22:00 : Ultimate Frisbee og Danskennsla fyrir rósaballið.  

Innanhúss Ultimate Frisbee er nokkurs konar blanda af frissbí-kasti og ruðningi. Það eru tvö lið sem keppa hvort á móti öðru og reyna að skora hjá andstæðningnum með því að kasta frissbídisk sín á milli og komast yfir endamörkin hjá hinu liðinu. Gríðarlega einfaldur og skemmtilegur leikur – 4 saman í liði

Hún Helga okkar ætlar að kenna okkur skemmtileg spor fyrir rósaballið. Skemmtileg upphitun fyrir stóraballið.

Föstudagurinn 6.okt – Kelduskóli Korpa 200:00 – 22:30 : Rósaball í Korpu

Þá er komið að hinu árlega Rósaballi…

Ballið byrjar kl 20:00 og er það haldið í Kelduskóla-Korpu og stendur það til kl 22:30. Á ballið kostar 300.kr á mann. DJ Broddi og Alex  spila fyrir dansi en Broddi var nemandi í skólanum í fyrra og er þekktur fyrir mikla sviðsframkomu.

Krakkar sem hafa skráð sig til að sækja (9 og 10.bekkkingar) TAKIÐ EFTIR!
Þið þurfið að koma inná skrifstofu Púgyns milli kl 15:00 og 16:00 á Föstudeginum til að fá upplýsingar hvaða 8.bekking þið eigið að sækja og fá afhenda rós sem þið gefið 8.bekkingnum. Það er síðan skylda að sækja milli 20:00 og 20:30 og koma beint á ballið.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt