Vikan í Púgyn: Fræðsla og Nightgame

 í flokknum: Gufunesbær, Púgyn

Þriðjudagur: Söngyn í Sigyn
Undankeppni fyrir félagsmiðstöðvarnar í Grafarvogi.

Fimmtudagurinn 25. Janúar – Fræðsla frá Begga Ólafs

Fræðslan hefst kl 21:00 og mun knattspyrnumaðurinn Bergsveinn Ólafsson fjalla um markmiðasettningu og heilbrigðan lífstíl.

Unglingum verður síðan boðið uppá að spyrja spurninga og taka umræðu um efni fyrirlestrarins.

Auðvita verður einnig opið hús í boði ..

 

Nightgame : Korpuskóla mæting á slaginu 19:00

Night Game er einhver sá alvinsælasti viðburður sem Púgyn er með í sínu vopnabúri. Leikurinn er árlegur og taka árlega 50-80 krakkar þátt í leiknum.Leikurinn er samblanda af eltingarleik (lögga og bófi), ratleik og einhverskonar söfnunarleik. Unglingarnir skipta sér niður í lið og eiga að komast frá einum stað til annars og til að komast á lokastöðina þurfa þau að finna aðrar stöðvar og safna hlutum. Þess á milli er hópur fólks (starfsfólk og fyrrverandi unglingar) að leita að liðunum og reyna að klukka þau. Allir hópar eiga að skila sér í hús kl 21:45

ATH á föstudeginum verður tekin ákvörðun hvort leikurinn fari fram, en taka skal mið af hálku og veðri.

Mæting í Kelduskóla KORPU KL 19:00 og vera tímanlega.

Skráning í Nightgame HÉR

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt