Vökunótt Dregyn 2017

 í flokknum: Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær

Þá er komið að því að halda vökunótt.
Þetta er einn af þessu viðburðum sem unglingunum finnst tryllt spennandi að mæta á og oftast er þetta fyrsta sem þau byrja að spurja um í byrjun skólárs, í fyrra vorum við með 100 unglinga og búumst við að mætingin verði svipuð í ár.
Vökunóttin verður haldin miðvikudaginn 18.október (daginn fyrir vetrarfrí). Þessi dagur var valin svo unglingarnir hefðu nægan tíma að jafna sig eftir að hafa vakað heila nótt, og þetta reyndist vel í fyrra. Mæting er kl 21:00 stundvíslega miðvikudagskvöldið og er vökunóttin búin kl 07:00 fimmtudagsmorguninn.
Mikilvægt er að þau mæti með létta dýnu til að geta lagst á, það er skilda. Þau eiga það til að verða mjög þreytt og þá er gott að hafa stað til að leggjast á.

Það sem krakkarnir þurfa að gera er að mæta til okkar og skrá sig og fá leyfisbréf þar sem bæði þau og foreldrar þeirra þurfa að kvitta á. Á sama tíma og þau skila inn leyfisbréfinu þriðjudaginn 17.október þá þarf að greiða 2.500 kr. (aðgangseyrir) Innifalið í þessu er dominos pizza, gos, aðgangur í smiðjur, bublu bolta og margt fleira.

Okkur langar að fara yfir þær reglur/ leiðarljós sem gilda þegar unglingur mætir á vökunóttina:
Starfsfólk hefur það að leiðarljósi að tryggja öllum börnum og unglingum vellíðan og öryggi í starfi Gufunesbæjar. Öllum líður vel þar sem gagnkvæm virðing ríkir  og hver og  einn er boðinn velkominn á eigin forsendum. 

Þekkir þú landslögin?
Samkvæmt lögum mega ungmenni yngri en 18 ára ekki reykja tóbak og ungmenni yngri en 20 ára ekki drekka áfengi. Önnur fíkniefni eru ólögleg á Íslandi. Starfsfólk félagsmiðstöðva virðir landslög og gilda þau að sjálfsögðu í öllu starfi félagsmiðstöðvanna. Ungmennum er ekki heimilt að hafa slík efni undir höndum í félagsmiðstöðvarstarfi og starfsfólk áskilur sér rétt til að þess að leita að áfengi og öðrum vímuefnum í starfi og ferðum á vegum félagsmiðstöðvarinnar ef ástæða þykir til. Einnig gilda sömur reglur um orkudrykki og vape.

Annars gildir almenn kurteisi í samskiptum og umgengni í félagsmiðstöðinni eins og alls staðar annars staðar!

Unglingarnir mega mæta með nammi, orkustangir (án hnetur), snakk, gos, djús, íþrótta drykkir (gatorade, powerade og þess lags drykki) o.s.fv. Það má ekki koma með orkudrykkir (mosnter, nocco, euroshopper drykk, osfv.)

Það er stranglega bannað að koma með hnetur
!!passsa mjög vel að það séu engar hnetur í því sem þau koma með!!

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt