Vökunótt Púgyn 2018 – Upplýsingar

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Púgyn

Allar upplýsingar um Vökunótt Púgyn 2018 

 • Miðvikdaginn 17.október þar til um morgun fimmtudagsins 18.október
 • Vökunótt virkar þannig að krakkarnir fá að vera í félagsmiðstöðinni um nóttina og gera sér glaðan dag/nótt saman með starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar.
 • Vökunóttin verður staðsett í félagsmiðstöðinni Púgyn, nánar tiltekið í Kelduskóla-Vík.
 • Húsið opnar kl. 22:00 og lokar kl. 23:00. Eftir það er ekki hægt að komi inn eða fara úr félagsmiðstöðinni nema með sérstöku leyfi frá starfsfólki Púgyns.
 • Allir verða svo að byrja að taka saman kl. 7:00 á fimmtudagsmorgni. Gert er ráð fyrir að húsið verði tómt kl. 7:30.
 • Aðgangseyrir er 2500 kr. og innifalið í því er Bubblebolti, pizzuveisla, gos og öll sú dagskrá sem er í boði.
 • Til þess að skrá sig þarf að koma með peninginn í skólann/félagsmiðstöðina, greiða fyrir þátttöku og þá fær viðkomandi afhent leyfisbréf.- Sala hefst 10/10
 • Leyfisbréfið er undirritað af foreldrum og tekið með (undirritað) þegar mætt er á vökunóttina og fá krakkarnir ekki aðgang án þess að skila inn leyfisbréfi.

Reglur Félagsmiðstöðvanna

1. Umgengni

 • Að ganga vel um félagsmiðstöðina og lóð hennar
 • Að ganga vel um tækjakost og annað í eigu félagsmiðstöðvarinnar
 • Að hjálpa við að ganga frá eftir þann viðburð sem ég tók þátt í.

2. Framkoma

 • Að fara eftir því sem starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar segir
 • Að vera kurteis í öllu starfi á vegum félagsmiðstöðvarinnar
 • Að níðast ekki á, viðhafa ekki hótanir eða ofbeldi gagnvart öðrum
 • Að vera kurteis við foreldra mína
 • Að gleyma ekki góða skapinu heima

3. Reykingar og tóbak /Vape

 • Að nota ekki tóbak í félagsmiðstöðinni eða á lóð hennar
 • Að nota ekki tóbak þar sem starf fer fram á vegum félagsmiðstöðvarinnar
 • Að koma ekki með tóbak inn í hús félagsmiðstöðvarinnar.

4. Áfengi og önnur vímuefni

 • Að hafa ekki neytt og neyta ekki áfengis eða annarra vímuefna þar sem starf fer fram á vegum félagsmiðstöðvarinnar eða annarra félagsmiðstöðva. EINN SOPI ER EINUM SOPA OF MIKIÐ.
 • Að neyta ekki áfengis eða annarra vímuefna í félagsmiðstöðinni eða fyrir utan hana.
 • Að hafa ekki undir höndum áfengi eða önnur vímuefni í félagsmiðstöðinni eða starfi á vegum hennar

5. Orkudrykkir

 • Félagsmiðstöðin leyfir ekki orkudrykki á viðburðum sem hún stendur fyrir. Þá er átt við alla drykki sem eru skilgreindir sem orkudrykkir. Meðal annars Nocco

Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að um leið og ég kem hingað í félagsmiðstöðina að þá með því einu að koma hingað samþykki ég þessar reglur. Ég veit einnig að ef ég brýt einhverja af ofantöldum reglum að þá á ég það á hættu að vera vísað tímabundið frá félagsmiðstöðinni og haft verði samband við foreldra/forráðamenn mína.

Dagskrá vökunætur 2018

 • Allt það sem er í boði á opnum húsum:
  • Borðtennis
  • Pool
  • PS4
  • Endalaust af spilum
 • Nerf-Turf
 • Bubblebolti
 • Dodgeball
 • Goalball
 • Bíómyndamaraþon
 • Tarzanleikur
 • Virkjaskotbolti
 • Jafnvel e-h fl. skemmtilegt sem unglingunum dettur í hug.

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Gunnar Hrafn í síma 695-5082.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt