Forsíða / Forsíða / Barna- og unglingasvið

Barna- og unglingasvið

Í frístundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar er lögð áhersla á öryggi og vellíðan. Unnið er með sjálfsmynd barna og unglinga, félagsfærni, umhyggju, virkni og þátttöku. Í frístundastarfinu er líka lögð áhersla á forvarnir, menntun og skemmtun. Leiðarljós frístundaheimila og félagsmiðstöðva er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Barna- og unglingasvið
Barna- og unglingasvið

Frístundaheimilin

Frístundaheimilin starfa við alla grunnskóla borgarinnar og þar er boðið upp á skipulagt frístundastarf fyrir 6–9 ára börn. Börn geta dvalið á frístundaheimilinu frá því að skólinn er búinn og til klukkan 17:00 og allan daginn á sumrin. Boðið er upp á síðdegishressingu, ávexti, grænmeti, brauð og holla drykki.

Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvar í Reykjavík bjóða upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Félagsmiðstöðvar eru opnar eftir að skóla lýkur, á kvöldin og yfir sumartímann. Dagskrá félagsmiðstöðva er aðgengileg á heimasíðum og samfélagsmiðlum félagsmiðstöðvanna.

Barna- og unglingasvið

Hvað viltu skoða næst?

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt