Skipulag starfsins

Frístundaheimilin bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6 – 9 ára barna lýkur, og mæta þörf foreldra og barna fyrir heildstæða þjónustu. Leiðarljós frístundaheimila er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Skipulag Starfsins

  • Stefnur og áætlanir

  • Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

 

  • Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður. Markmiðið er ekki síst að efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barna. Þess vegna er lögð áhersla á virkt barnalýðræði í starfi frístundaheimilanna.

 

  • Börnum í 1.- 4. bekk í grunnskólum Reykjavíkurborgar stendur til boða að sækja frístundaheimili að loknum skóladegi og í skólafríum.

 

  • Frístundaheimilin eru ýmist staðsett innan skólahúsnæðis eða í sér húsnæði. Lokað er í vetrarfríum skólanna, á starfsdögum frístundaheimilanna og í sumarfríum frístundamiðstöðvanna.

 

  • Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi barna í 1.- 4. bekk lýkur.

 

  • Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

 

  • Starfsemi frístundaheimila byggir á hugmyndafræði frístundamiðstöðva og frístundastarfs án aðgreiningar.

 

  • Markmið frístundaheimila er að bjóða upp á innihaldsríkan frítíma þar sem börnin fá tækifæri til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni.

 

  • Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni og samskipti í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu.

 

  • Frístundaheimilin vinna að því að efla sjálfstraust, sjálfstæði og félagslega færni barnanna. Í þessu skyni leitast frístundaheimili við að nota lýðræðislega starfshætti og efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

 

  • Samstarf við foreldra barnanna, starfsfólk grunnskóla og aðra sem koma að umönnun og fræðslu þeirra yfir daginn er veigamikill þáttur í starfinu.

 

  • Leitast er við að veita öllum börnum þjónustu óháð getu þeirra, þroska eða fötlun. Markmiðið er að öll börn eigi kost á að taka þátt í starfinu og að unnið sé út frá styrkleikum þeirra.

 

  • Mikið er lagt upp úr öryggi barnanna og unnið er eftir öryggisverkferlum í daglegu starfi.

Dæmi um dagskrá

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
13.30 Síðdegishressing Síðdegishressing Síðdegishressing Síðdegishressing Síðdegishressing
13.50 Myndrænt val Smiðjur Myndrænt val Smiðjur Frjálst/Barnaráð
14.30 – 15:30 Ávextir í boði yfir daginn Ávextir í boði yfir daginn Ávextir í boði yfir daginn Ávextir í boði yfir daginn Ávextir í boði yfir daginn
16.00 Róleg stund Róleg stund Róleg stund Róleg stund Róleg stund

Dæmi um síðdegishressingu

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur
AB mjólk með cheerios og rúsínum Brauð með túnfisksalati Brauð með eggjum og gúrku og eplabitar Boozt og kanilsnúðar Abt mjólk og grænmetishlaðborð
Matarkex, hafrakex og bananar Jógúrt og cheerios Kjötbollur og pasta Matarkex, hafrakex og bananar Ávaxtahlaðborð og slátur
Kringlur með smjöri, osti og kalkúnaáleggi Flatkökur með kæfu, smjöri og kjúklingaáleggi Ristað brauð, poppkex,  hummus, smurostur, paprika, agúrka Skonsur, smjör og ostur Tortillur með pítsasósu og osti
Boost dagsins, hrökkbrauð og ávextir Ostarúnstk. með smjöri, osti og skinku Hitað brauð með osti og skinku Hrökkkex/tekex/Poppkex, smjör, ostur og túnfisksalat Kringlur, bruður og heitt kakó

Hvað viltu skoða næst?

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt