Félagsmiðstöðin Fjörgyn – Foldaskóla

Forsíða / Fjörgyn / Um Fjörgyn

Um félagsmiðstöðina Fjörgyn

Félagsmiðstöðin Fjörgyn – Foldaskóla
Sími: 695-5182 og 567-5566

Símanúmer í Gufunesbæ er 411-5600 en þangað má leita ef ekki næst í hin númerin.

Félagsmiðstöðin Fjörgyn tók til starfa 1.mars 1989 við hátíðlega athöfn. Soffía Pálsdóttir þáverandi forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar tók við lyklunum af þáverandi skólastjóra Arnfinni Jónssyni og borgarstjóra Reykjavíkur, Davíði Oddssyni. Nafnið Fjörgyn varð fyrir valinu en var það sótt í heima norrænnar goðafræði. Fjörgyn var móðir þrumaguðsins Þórs sem var sonur Óðins. Hún var því kraftakona og reynum við að vera jafn kröftug í því starfi sem við bjóðum upp á.

Félagsmiðstöðvar í Reykjavík starfa samkvæmt Starfsskrá skrifstofu tómstundamála (ÍTR)sem kom út vorið 2007 og er megináherslan lögð á starf fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára hefur þó verið að aukast í félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi undanfarin ár. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Barna- og unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif barna og unglinga á starfið. Kosningar í miðstigs- og unglingaráð eru í anda þessarar hugmyndafræði en mikilvægasta hlutverk ráðanna er að virkja sem flesta til þátttöku í starfinu ásamt því að standa fyrir og skipuleggja dagskrána.

Um Fjörgyn
Starfsmenn

Starfsmenn

 • Sara Rós Tómasdóttir
  Sara Rós Tómasdóttir FRÍSTUNDARÁÐGJAFI
  • Þórunn Bríet Þrastardóttir
   Þórunn Bríet Þrastardóttir FORSTÖÐUMAÐUR Í FJÖRGYN
  • Haukur Örn Halldórsson AÐSTOÐARFORSTÖÐUMAÐUR Í FJÖRGYN
  • Reynir Haraldsson
   Reynir Haraldsson FRÍSTUNDALEIÐBEINANDI
   • Signý Ólafsdóttir
    Signý Ólafsdóttir FRÍSTUNDALEIÐBEINANDI
    • Eyrún Magnúsdóttir
     Eyrún Magnúsdóttir FRÍSTUNDALEIÐBEINANDI
     • Pálmi Þór Ásbergsson
      Pálmi Þór Ásbergsson FRÍSTUNDALEIÐBEINANDI
      • Áslaug Einarsdóttir
       Áslaug Einarsdóttir Forstöðumaður Fjörgyn (í fæðingarorlofi)
      • Konráð Gunnar Gottliebsson
       Konráð Gunnar Gottliebsson Frístundaleiðbeinandi
       Starfsáætlun

       Starfsáætlun…

       Gildi

       Gildi Gufunesbæjar

       Um Fjörgyn
       Reglur

       Almenn skilyrði fyrir þátttöku í starfi Fjörgynjar

        

       Samskipti:

       Það er lykilatriði að sýna virðingu og þroska í samskiptum við starfsfólk Fjörgynjar og aðra sem í félagsmiðstöðina koma. Það skiptir máli að þú hlustir vel á starfsfólk Fjörgynjar og farir eftir því sem það segir, en jafnframt að þú leitir til okkar ef upp koma vanda- eða ágreiningsmál.

       Vímuefni:

       Notkun áfengis, tóbaks, veips eða annara vímuefna er hvorki leyfileg í Fjörgyn, né íöðru starfi sem viðkemur félagsmiðstöðinni.

       Ofbeldi:

       Við viljum ekkert ofbeldi hér í Fjörgyn, hvorki líkamlegt né andlegt.

       Frágangur:

       Það þarf að ganga vel um húsnæði Fjörgynjar og alla hluti sem tilheyra
       félagsmiðstöðinni.

        

       Með því einu að mæta í Fjörgyn og taka þátt í starfi á vegum félagsmiðstöðvarinnar þá ert þú að samþykkja þessar reglur. Ef þú brýtur fyrrgreindar reglur getur þú átt von á því að verða vísað frá félagsmiðstöðinni tímabundið og að haft verði sambandi við foreldra/forráðamenn þína.

       Gangið hægt um gleðinnar dyr og flýtið ykkur rólega í lífinu.

        

       Kveðja

       Starfsfólk Fjörgynjar

       Contact Us

       We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

       Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt