Félagsmiðstöðin Höllin- Egilshöll

Forsíða / Höllingamla / Um Höllina

Um félagsmiðstöðina Höllin

Meginmarkmið Hallarinnar er að veita fötluðum börnum og unglingum í 5. – 10. bekk og foreldrum þeirra heildstæða og faglega þjónustu þar sem uppeldisgildi frítímastarfs eru höfð að leiðarljósi. Í því felst að skapa umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að þjálfa samskiptafærni, félagsfærni, virkni og þátttöku ásamt styrkingu sjálfsmyndar og efla félagslega þátttöku.

Hugmyndafræði frístundaklúbbsins byggir á einstaklingsmiðaðri þjónustu þar sem reynt er að vinna með styrkleika hvers og eins og ávallt er reynt að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga.

Um Höllina
Starfsmenn

Starfsmenn

  • Stella
    Stella
    • Elín Dagmar
      Elín Dagmar
      • Elísa Páls
        Elísa Páls
        • Friðrik
          Friðrik
          • Dijana
            Dijana
            • Viky Séguin
              Viky Séguin
              • Pálmi
                Pálmi
                • Eva
                  Eva
                  • Hazer
                    Hazer
                    • Hrefna
                      Hrefna
                      • Birgitta
                        Birgitta
                        • Númi
                          Númi
                          • Renato
                            Renato
                            • Tanja
                              Tanja
                              • Haixia
                                Haixia
                                • Óskar Freyr
                                  Óskar Freyr
                                  Gjaldskrá

                                  Frístundaheimili og sértækt félagsmiðstöðvastarf – Gjaldskrá

                                  Þjónusta

                                  Mánaðaverð

                                  Síðdegishressing

                                  Samtals 

                                  Vistun 5 daga 13.413 3.872 17.285
                                  Vistun 4 daga 10.937 3.101 14.038
                                  Vistun 3 daga 8.442 2.321 10.763
                                  Vistun 2 daga 5.956 1.561 7.517
                                  Vistun 1 daga 3.461 791 4.252
                                  Lengd viðvera 2.013

                                  Ef tvö systkini eða fleiri eru í vistun í frístundastarfi borgarinnar (yfir vetrartímann) er veittur 75% afsláttur vegna annars barns en 100% vegna þriðja og fjórða barns af frístundagjaldi, skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börnin.

                                  Þá er veittur systkinaafsláttur milli dagforeldra, leikskóla og frístundaheimila/sértæks félagsmiðstöðvastarfs þannig að 50% afsláttur er af gjöldum á frístundaheimili/sértæku félagsmiðstöðvastarfi ef barnið á systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri. Ekki er veittur afsláttur af gjaldi fyrir síðdegishressingu.

                                  Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.40 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það kr. 2.013 á dag og er þá talað um lengda viðveru. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilunum/sértæka félagsmiðstöðvastarfinu frá kl. 13.40-17.00. Óskað er eftir skráningu á þessa daga. Einnig er hægt að skrá þau börn eftir hádegi sem ekki eru skráð í vistun þann vikudag og greitt sérstaklega fyrir. Skráning á langa daga er bindandi og ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun þessa daga.

                                  Gjaldskrá 2018 fyrir sumarstarf frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva

                                  Þjónusta
                                  Vikuverð
                                  Viðbótarstund
                                  (08:00-09:00 eða 16:00-17:00)
                                  5 dagar 8.905 2.599

                                  Sendur er einn greiðsluseðill fyrir hvern mánuð í sumarfrístund. Veittur er 20% systkinaafsláttur af dvalargjaldi annars barnsins skráðu á sama lögheimili/fjölskyldunúmer. Ekki er veittur systkinaafsláttur af gjaldi vegna viðbótarstundar.

                                  Vinsamlega athugið að ef hætta á við þátttöku í námskeiði þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundamiðstöðvar að minnsta kosti viku áður en námskeið/smiðja hefst (t.d. fyrir miðnætti á sunnudegi þegar námskeið/smiðja hefst á mánudegi viku seinna). Ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

                                  Gjald fyrir sumarfrístund er innheimt eftir á. Gjalddagi er fyrsti dagur næsta mánaðar. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Hafi gjaldið ekki verið greitt á eindaga leggjast á dráttarvextir og vanskilakostnaður. Hafi ekki verið greitt innan 50 daga frá gjalddaga er krafan send í milliinnheimtu hjá Momentum. Ekki er hægt að nota frístundakort til að niðurgreiða sumarstarf.

                                  Starfsáætlun

                                  Starfsáætlun…

                                  Gildi

                                  Gildi Gufunesbæjar

                                  Um Höllina
                                  Contact Us

                                  We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

                                  Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt