í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær

Góðan daginn!
Nú fer maí mánuður langt komin og því ætlum við að bjóða 7.bekk velkomin á kvöldopnanir í vikunni! Tilvalið að koma og kynnast unglingaopnunum Fjörgynjar fyrir næsta skólaár. Dagskrá vikunnar er heldur betur ekki af verri endanum en hún er eftirfarandi:

Unglingastig

Mánudagur 18.05.20 – 19:30-22:00 
Old school útileikir: Förum í gömlu góðu útileikina! Eina króna og allt þetta klassíska

Þriðjudagur 19.05.20 – 19:30-22:00 
Jaðaríþróttaklúbbur: Lokahittingur 9 og 10 bekkjarhópsins!

Miðvikudagur 20.05.20 – 19:30-22:00 
Human foosball: Foosball nema við erum leikmennirnir! Geeeeggjaður leikur!

Fimmtudagur 21.05.20 
Lokað: Uppstigningardagur

Föstudagur 22.05.20 – 19:30-22:30 
Söngkeppni Samfés: Horfum saman á keppnina! Hægt verður að kjósa á netinu um Rödd fólksins 2020. Áfram Fjörgyn!

 

Miðstig 

Mánudagur 18.05.20 -15:00-17:00 
NERF stríð: förum í Nerf stríð á gervigrasinu!

Þriðjudagur 19.05.20 – 17:00-19:00 
Útileikir: Förum í gömlu góðu útileikina! Klikkar seint

Miðvikudagur 20.05.20 – 15:00-17:00 
Fönduropnun og opið hús: Föndrum eitthvað skemmtilegt saman

Föstudagur 22.05.20 – 16:30-18:30 
Ratleikur: Förum í geggjaðan ratleik!

Hlökkum til að sjá ykkur í vikunni!
– Starfsfólk Fjörgynjar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt