Fókus Félagsmiðstöð

Kirkjustétt 2-6

113 Reykjavík

Félagsmiðstöðin Fókus er staðsett við hlið Ingunnarskóla í Grafarholti og heldur úti starfsemi fyrir alla krakka og unglinga í 5.-10.bekk í Ingunnarskóla. Fókus er hluti af frístundamiðstöðinni Brúnni sem sinnir Árbæ, Grafarholti, Grafarvog, Norðlingaholti, Kjalarnesi og Úlfarsárdal.

Fókus er með virkt klúbbastarf fyrir unglinga og starfandi Fókusráð sem samanstendur af unglingum sem skipuleggja dagskrá og viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar. Félagsmiðstöðin er starfandi allt skólaárið og meiri hluta sumars, en á sumrin eru starfræktar smiðjur fyrir 5.-7. bekk og opnanir, námskeið, ferðir og vinnuskólahópar fyrir 8.-10.bekk.

Í Fókus er vel útsett stúdíó og hlaðvarpsaðstaða þar sem unglingarnir geta tekið upp og unnið sína eigin tónlist og hlaðvarpsefni en margir vinna lokaverkefni sín í félagsmiðstöðinni.

Fókus er í virku og góðu samstarfi við bæði Ingunnarskóla og hinar félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og þá sérstaklega Fellið og Plútó. Félagsmiðstöðin sinnir vali í samstarfi við skólann, tekur a móti börnum og unglingum í hópefli og fer með fræðslur inn í bekki. 

Starfsemi fyrir 13-16 ára

Dagskrá og opnunartímar fyrir 8.-10. bekk

Starfsemi fyrir 10-12 ára

Dagskrá og opnunartímar fyrir 5.-7. bekk

Fókus

Starfsfólk Fókus

Starfsfólk okkar hefur að leiðarljósi að tryggja vellíðan og öryggi allra barna og unglinga í starfi sínu. Við leggjum áherslu á jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðurinn endurspegli það fjölbreytilega samfélag sem borgin er.

Hvað viltu skoða næst?

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt