Gildi

Gleði

 • Við leggjum áherslu á að skapa góða liðsheild.
 • Við hrósum og hvetjum alla til að gera sitt besta.
 • Við temjum okkur jákvætt hugarfar.
 • Við lærum í gegnum leik og gerum daginn eftirminnilegan

Fjölbreytni

 • Við berum virðingu og sýnum umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum og viðhorfum.
 • Við erum opin fyrir nýjungum og tilbúin í breytingar.
 • Við leggjum áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð í leik og starfi.
 • Við fögnum margbreytileika og komum til móts við ólíkar þarfir og áhugasvið einstaklinga og hópa.

Fagmennska

 • Við erum fyrirmyndir og leggjum okkur fram við að vera besta útgáfan af okkur sjálfum.
 • Við sýnum frumkvæði, setjum okkur markmið og leitum stöðugt leiða til að þróa hæfni okkar og þekkingu.
 • Við leggjum áherslu á traust og samvinnu og erum heiðarleg í samskiptum.
 • Við ígrundum stöðugt starf okkar og leitumst við að vera leiðandi á vettvangi frítímans.
 • Við gætum ávalt fyllsta öryggis og fylgjum viðurkenndum verkferlum og siðareglum.
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt