í flokknum: Ævintýraland, Brosbær, Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Frístundaheimili (6-9ára), Galdraslóð, Gufunesbær, Höllin, Hvergiland, Kastali, Óflokkað, Púgyn, Regnbogaland, Sigyn, Simbað sæfari, Tígrisbær, Vígyn

Gufunesbær kláraði Lífshlaupið í 31. sæti yfir vinnustaði með 70-149 starfsmenn. Samtals voru skráðar 64.792 mínútur af hreyfingu, eða rétt tæpir 45 sólarhringar. Vinsælasti hreyfingarmátin var ganga, eða 19,9% skráðrar hreyfingar. Það er eftirtektarvert að Gufunesbær skráði heilar 5.985 mínútur af fjallgöngu, eða 9,6% af heildarhreyfingu.

“Sko, fyrir hið fyrsta ef allir starfsmenn Gufó hefðu náð sama tímafjölda og Hvíta Húsið þá hefðum við rústað flokknum okkar,” segir Bryngeir Arnar Bryngeirsson, forstöðumaður í Simbað Sæfara. Hvíta Húsið getur stært sig af heilum 1284 mínútum per starfsmann. Unglingastarfið var með 948 mínútur og Barnastarfið með  852 mínútur á haus. “Þetta gekk alveg ágætlega. Það er fullt af fólki hjá okkur sem er fáránlega duglegt að hreyfa sig og það er bara frábært.”

Við kíktum aðeins betur á árangur Gufunesbæjar í fjallgöngu. Við það að skoða niðurstöður annarra vinnustaða í keppninni sést að hlutfall fjallgöngu nær sjaldan yfir 5%. Sigurliðið Holtaskóli skráði einungis 659 mínútur af fjallgöngu. Í efstu tíu sætunum eru flest liðin með undir 3000 mínútur af fjallgöngu og í öllum sætum fyrir ofan Gufunesbæ nær ekkert lið jafn mikilli fjallgöngu.

Af vinnustöðum með 70-149 starfsmenn trónar Gufunesbær á toppnum hvað varðar fjallgöngu. Við horfum stolt til baka og hlökkum til að sigra fleiri fjöll á þessu ári og næsta.

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt