Um Gufunesbæ

Forsíða / Um Gufunesbær

Frístundamiðstöðin Gufunesbær var stofnuð haustið 1998 og er rekin af Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur. Vettvangur starfsemi Gufunesbæjar er frítími allra Grafarvogsbúa, en megináherslan er lögð á barna- og unglingastarf. Mikil áhersla er lögð á að bjóða upp á fjölbreytt og áhugavert frístundastarf en Gufunesbær hefur m.a. umsjón með öllum sjö félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi, átta frístundaheimilum við alla grunnskóla í Grafarvogi ásamt því að reka frístundaklúbb fyrir fötluð ungmenni á aldrinum 10-16 ára.

Eitt mikilvægasta markmiðið í starfi Gufunesbæjar er að stuðla að samheldni íbúanna í hverfinu og taka þátt í samstarfi og samskiptum við ýmsa aðila, bæði innan og utan hverfis. Aðstæður í “sveitinni” í Gufunesi eru mjög góðar til iðkunar útivistar. Á svæðinu er m.a. gamli bóndabærinn, hlaðan og súrheysturninn sem nýttur er til veggjaklifurs og auk þess er folfvöllur á túnunum við Gufunesbæinn og hjólabrettapallar. Nýlega var tekinn í notkun strandblakvöllur úr ekta skeljasandi.

Túnin og umhverfi Gufunesbæjar eru tilvalin til leikja og íþróttaiðkunar. Uppbygging þjónustu í frítímanum er ein af kröfum nútímans. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna.

Heimilisfang

Frístundamiðstöðin Gufunesbær
v/Gufunesveg, 112 Reykjavík
Sími: 411-5600
Netfang: gufunes@rvkfri.is

Opnunartími skrifstofu

Kl. 8.20 – 16.00

Staðsetningar félagsmiðstöðva og frístundaheimila Gufunesbæjar má sjá hér fyrir neðan.

Filter
    Contact Us

    We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

    Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt