Sumarstarf

Félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á sumarstarf eftir að vetrarstarfi lýkur. Boðið er upp á smiðjur, námskeið og opnanir á mánudags- og miðvikudagskvöldum í félagsmiðstöðvunum.

Sumarstarf

 • 10 til 12 ára

 • Frístundamiðstöðin Brúin býður upp á frístundastarf  í sumar fyrir börn sem ljúka 5.–7.bekk nú í vor.
 • Þátttökugjöld eru í samræmi við verðskrá borgarinnar.
 • Boðið verður upp á smiðjur á tímabilinu 14. júní til 9. júlí.
 • Um er að ræða yfir margar mismunandi smiðjur og námskeið sem standa yfir í hálfan eða heilan dag.
 • Skráningin hefst 11. maí kl. 10:00.
 • Mikill fjölbreytileiki er í dagskránni og því ættu öll börn á þessum aldri að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
 • Smiðjurnar og námskeiðin fara fram í félagsmiðstöðvunum í hverfinu og er það tilgreint við skráningu, ásamt því sem farið er í ferðir út um hvippinn og hvappinn.
 • Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið á frístundamiðstöðvar SFS  og fengið aðstoð við skráningu.
 • Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk frístundamiðstöðva og Símavers Reykjavíkurborgar (s. 411-1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.
 • Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða.
 • Mæting í smiðjur og námskeið er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur við smiðjuna ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.
 • Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

 • 13 til 16 ára

 • Í sumar munu félagsmiðstöðvarnar Fjörgyn, Sigyn og Vígyn sem tilheyra Frístundamiðstöðinni Brúnni í Grafarvogi bjóða upp á opnanir á mánudags- og miðvikudagskvöldum í júní og til og með 7. júlí.
 • Með starfsemi félagsmiðstöðva er verið mæta þörfum unglinga fyrir fjölbreytt frítímastarf og samveru með jafnöldrum.
 • Rannsóknir sýna að þátttaka í skipulögðu frítímastarfi hefur mikið forvarnargildi og styrkir unglinga til virkari þátttöku í samfélaginu.
 • Starfsemi félagsmiðstöðva miðar að því að bjóða öllum unglingum valkost í frítímanum undir handleiðslu hæfra starfsmanna.
 • Félagsmiðstöðvar eru því mikilvægur vettvangur fyrir ófélagsbundna unglinga.
 • Boðið verður upp á opnanir á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá 20:00-22:30.
 • Einnig mun hver félagsmiðstöð hafa opið einn föstudag í júní frá 20-22:30.
 • Allir viðburðir verða auglýstir á facebook síðum félagsmiðstöðvanna og á instagram.

Hvað viltu skoða næst?

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt