Hvað er gert í rafrænni félagsmiðstöð?

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Gufunesbær

Félagsmiðstöðvarstarf hefur þurft að endurskipuleggja vegna samkomubannsins og fer starfsemi þeirra nú fram rafrænt.  Það er hreint ótrúlegt hvað starfið hefur náð að aðlaga sig breyttum veruleika á svo stuttum tíma, en þar ber að þakka úrræðagóðu starfsfólki.

Starfsfólk félagsmiðstöðva hafa nýtt samfélagsmiðla til þess að streyma viðburðum beint, þar sem að unglingum gefst tækifæri á að taka virkan þátt. Miðlarnir eru einnig nýttir til þess að hvetja ungmenni til hreyfingar og að huga andlegri heilsu.

En hvað eru félagsmiðstöðvarnar að gera. Hér er ætlum við að kynna fyrir lesendum aðeins brota brot af því sem verið er að bralla í rafrænu félagsmiðstöðvarstarfi í Grafarvogi (Internetinu 😊) .

Félagsmiðstöðin Sigyn lét ekki samkomubannið koma í veg fyrir að hið árlega Páskabingó færi fram. Unglingum í Sigyn var öllum úthlutað bingóspjald sem þau gátu nýtt til að spila með. Páskabingóinu var streymt í gegnum Instagramsíðu félagsmiðstöðvarinnar. Viðburðurinn vakti mikla lukku meðal þátttakenda og sérstaklega hjá þeim sem fengu heimsent páskaegg í sigurlaun.

Félagsmiðstöðin Dregyn hefur hrundið af stað matreiðsluþættinum Eldað með Valentínu sem er sýndur er á Instagramsíðu félagsmiðstöðvarinnar. Þar gefst áhorfendum tækifæri til að læra listina elda Lasagna eða Pasta Bolognes. Það verður spennandi að sjá hvað Valentína mun matreiða í næsta þætti.

Félagsmiðstöðin Púgyn hefur stofnað Crossfit Púgyn, þar sem að þau setja inn heimaæfingar daglega sem hægt er að gera hvar sem er. Unglingar deila síðan myndum eða myndböndum af sér þegar þau gera æfingarnar. Instagram er notað til að koma heimaæfingunum til skila og hvernig eigi að framkvæma þær. Heilbrigð sál i hraustum líkama.

Félagsmiðstöðin Fjörgyn bauð í vikunni upp á skemmtilega beina útsendingu þar sem haldið var Pop Quiz og í framhaldi af því var farið hinn vinsæla félagsmiðstöðvaleik, Hjartsláttur. Þar sátu starfsmenn fyrir svörum, en unglingarnir sáum um að senda inn spurningar. Leikurinn líkir mjög til leiksins „ hver er líklegastur“ og svo velja keppendur númer þess aðila sem þau telja líklegastan/líklegasta til að verða t.d prestur 😊

Aðrir viðburðir : Make-up kennsla, áskoranir, sketsar, baksturskennsla, spurningarleikir, teiknileikir, hvert er lagið?, SigynTv, og svo margt, margt fleira 😊

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt