í flokknum: Ævintýraland, Brosbær, Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Frístundaheimili (6-9ára), Galdraslóð, Gufunesbær, Höllin, Hvergiland, Kastali, Púgyn, Regnbogaland, Sigyn, Simbað sæfari, Tígrisbær, Vígyn

Miðstöð Útivistar og Útináms sendi jólaglaðning til allra frístundaheimila í Reykjavík fyrir jól. Um er að ræða sjálfbært föndurverkefni í formi jólaóróa eða jólatrés, en hráefnið kemur úr efnisveitu MÚÚ. Í pakkanum mátti finna brúnt snæri, fullt af útskornum skífum og tilsagaðar trjágreinar.

Sjálfbær og frábær

Til að gera óróann átti að raða prikunum í stærðarröð, rekja snærið í gegnum boruð götin og hengja svo skífurnar á – eftir að búið var að mála eitthvað jólalegt á þær að sjálfsögðu. Starfsmenn og börn í frístundaheimilinu Höllinni spreyttu sig á óróanum og kom það líka svona ótrúlega vel út.

Verkefnið er mjög sniðugt enda vel nýttar allar þær trjágreinar sem sagaðar voru niður í haust. Eins og sést í Instagram færslu MÚÚ unnu aðstoðarálfar jólasveinsins hörðum höndum að því að saga allt til og bora göt í

Efnisveitan stendur fyrir sínu

skífur til að hengja upp. MÚÚ hefur unnið alls kyns skemmtileg verkefni úr efnisveitunni og er hægt að skoða það allt saman á Instagram síðu þeirra.

Gufunesbær og Miðstöð Útivistar og Útináms bjóða öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári!

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt