Frístundaheimilið Kastali – Húsaskóla

Um frístundaheimilið Kastala

Frístundaheimilið Kastali er staðsett við Húsaskóla í Grafarvogi. Kastali er eitt af sex starfandi frístundaheimilum sem tilheyra frístundamiðstöðinni Gufunesbæ.

Frístundaheimilið er staðsett í stofum 2, 3 og 4 í skólanum. Einnig höfum við aðgang að hátíðarsal og stofu 47. Síðdegishressinguna snæða börnin fyrir framan eldhús Kastala, í matsal skólans.

Við leggjum áherslu á barnalýðræði í starfsemi okkar þar sem börnin velja sjálf hvað þau leika sér með og hverju þau taka þátt í. Boðið er uppá skipulagða dagskrá fyrir alla aldurshópa og það er val barnanna hvort þau taki þátt í dagskránni eða séu þá í frjálsum leik í Kastala. Innra skipulag er byggt upp þannig að yngstu börnin fá mest frjálsan leik en tilboðum fjölgar svo eftir því sem þau verða eldri og einnig á vorönn. Hópa-og klúbbastarf er sniðið eftir aldri og þroska barnanna en einnig eftir áhugasviði þeirra. Oft er boðið uppá ýmsar skemmtilegar smiðjur og fá börnin frjálsar hendur í að skapa það sem þeim langar með aðstoð starfsmanna.

Tilgangur frístundaheimilisins er að veita börnunum tækifæri til að stunda frístund við þeirra hæfi. Í Kastala læra börnin að vera vinir, góð hvert við annað og hvernig á að leika sér fallega.

Um Kastala
Starfsmenn

Starfsmenn

 • Erla Bára Ragnarsdóttir
  Erla Bára Ragnarsdóttir Forstöðumaður - Kastali

  Vinnur alla daga (kl. 8-16/8:30-16:30/9-17)

  • Esther Halldórsdóttir
   Esther Halldórsdóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

   Vinnur alla daga

   • Signý Björk Ólafsdóttir
    Signý Björk Ólafsdóttir Frístundaleiðbeinandi með umsjón

    Vinnur þriðjudaga og fimmtudaga

    • Gunnhildur Einarsdóttir
     Gunnhildur Einarsdóttir Aðstoðarforstöðumaður

     Vinnur alla daga (kl. 8-16/8:30-16:30/9-17)

     • Ayyoub Anes Anbari
      Ayyoub Anes Anbari Frístundaleiðbeinandi

      Vinnur fimmtudaga

      • Þórný Helga Sævarsdóttir
       Þórný Helga Sævarsdóttir Frístundaleiðbeinandi

       Vinnur alla daga

       • Heiðrún Eva Aðalsteinsdóttir
        Heiðrún Eva Aðalsteinsdóttir Frístundaleiðbeinandi

        Vinnur alla daga

        • Magnús Guðmundsson
         Magnús Guðmundsson Frístundaleiðbeinandi

         Vinnur mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga

         • Styrmir Axel Hólm Sölvason
          Styrmir Axel Hólm Sölvason Frístundaleiðbeinandi

          Vinnur mánudaga, miðvikudaga og föstudaga

          • Melisa Afifedóttir
           Melisa Afifedóttir Frístundaleiðbeinandi

           Vinnur föstudaga

           • Egla Sif Gísladóttir
            Egla Sif Gísladóttir Frístundaleiðbeinandi

            Vinnur þriðjudaga og föstudaga

            Starfsáætlun

            Starfsáætlun Kastala er í vinnslu.

            Hér er starfsáætlun skóla- og frístundasviðs 2017 https://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/starfsaaetlun_sfs_2017_m_fskj._26.4.pdf

            Gildi

            Gleði

            • Við leggjum áherslu á að skapa góða liðsheild.
            • Við hrósum og hvetjum alla til að gera sitt besta.
            • Við temjum okkur jákvætt hugarfar.
            • Við lærum í gegnum leik og gerum daginn eftirminnilegan

            Fjölbreytni

            • Við berum virðingu og sýnum umburðarlyndi gagnvart ólíkum skoðunum og viðhorfum.
            • Við erum opin fyrir nýjungum og tilbúin í breytingar.
            • Við leggjum áherslu á lýðræðisleg vinnubrögð í leik og starfi.
            • Við fögnum margbreytileika og komum til móts við ólíkar þarfir og áhugasvið einstaklinga og hópa.

            Fagmennska

            • Við erum fyrirmyndir og leggjum okkur fram við að vera besta útgáfan af okkur sjálfum.
            • Við sýnum frumkvæði, setjum okkur markmið og leitum stöðugt leiða til að þróa hæfni okkar og þekkingu.
            • Við leggjum áherslu á traust og samvinnu og erum heiðarleg í samskiptum.
            • Við ígrundum stöðugt starf okkar og leitumst við að vera leiðandi á vettvangi frítímans.
            • Við gætum ávalt fyllsta öryggis og fylgjum viðurkenndum verkferlum og siðareglum.

            Contact Us

            We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

            Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt