Frístundaheimilið Kastali – Húsaskóla

Forsíða / KastaliGamlaSíðan / Lengd viðvera – leiðbeiningar

Lengd viðvera í Kastala

Hér er að finna leiðbeiningar fyrir skráningu barns í lengda viðveru.

Lengd viðvera er þegar Kastali er opinn frá kl. 8:00-17:00 vegna starfsdags og foreldraviðtala í Húsaskóla og einnig í jóla-og páskafríum skólans. Skrá þarf sérstaklega ef foreldri ætlar að nýta þjónustuna fyrir barnið sitt.

Hægt er að skrá frá kl. 8:00-13:30, 13:30-17:00 eða allan daginn frá kl. 8:00-17:00. Frístundaheimilið tekur ekki á móti óskráðu barni. Fjöldi starfsmanna og vaktir þeirra eru ákveðnar út frá barnafjölda og þess vegna er skráning mikilvæg. Foreldrar geta afskráð barn á meðan skráning er opin. Eftir að skráningu lýkur er skránin bindandi. Skráningu lýkur á miðnætti, viku áður en lengd viðvera rennur upp. Ef lengd viðvera er marga daga í röð er einn skráningarfrestur fyrir alla dagana (jólafrí, páskafrí, samliggjandi starfsdagar/foreldraviðtöl).

 

 

Skráning fer fram í gegnum https://fristund.vala.is/umsokn/#/login

Hér er gjaldskrá frístundaheimila: https://reykjavik.is/gjaldskrar-fristundaheimili-felagsmi%C3%B0stodvar

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt