í flokknum: Gufunesbær, Kastali

Þriðjudaginn 22. september var Höfuð í bleyti – uppskeruhátíð frístundamiðstöðvanna í Reykjavík haldin á Teams. Þar var greint frá því að Þórný Helga Sævarsdóttir hlaut Hvatningarverðlaun Skóla- og frístundaráðs fyrir frábært starf með leiklistarklúbbi frístundaheimilisins Kastala.
Nú er klúbburinn að hefja sitt 7. starfsár undir stjórn Þórnýjar og eru það börn úr 3. og 4. bekk sem fá að taka þátt í að búa til sýningu frá grunni og skipuleggja allt sem þarf að gera í tengslum við það. Að vori verður sýning á því verki sem þau ákveða að æfa og setja upp. Meðal verka sem Þórný hefur sett upp með klúbbnum eru Grease, Mamma Mia og Matthildur.

Leiklistarklúbburinn er starfandi allt skólaárið, æfingar einu sinni í viku og hefð hefur verið fyrir því að hópurinn heimsæki Borgarleikhúsið á haustönn og fær leiðsögn um safnið ásamt því að leikari úr Borgarleikhúsinu heimsækir hópinn í Kastala á vorönn. Börnin sjá sjálf um að búa til sviðsmyndina, búninga og auglýsingar ásamt aðgangsmiðunum fyrir áhorfendur.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt