í flokknum: Gufunesbær, Púgyn

Í samkomubanni undanfarnar vikur reyndi á félagsmiðstöðvar landsins að halda uppi rafrænu starfi. Púgyn var þar engin undantekning og við notuðumst við eins marga miðla og okkur datt í hug, þar á meðal Instagram, TikTok og podcast á SoundCloud. Við vorum einnig með live páskabingó og strákarnir streymdu tölvuleikjum á Twitch. Undir lokin vildum við hvetja unglingana okkar til hreyfingar og útiveru og fengum þá hugmynd hjá vinum okkar í Fjörgyn að ferðast saman vegalengdina sem jafngildir ferð til Akureyrar. Við skoruðum á unglingana okkar og auglýstum áskorunina á Instagram. Áskorunin fólst í því að á 10 dögum, frá 26. apríl til 4. maí, ætluðum við að fara saman samtals 378 km. Þeir sem vildu taka þátt máttu gera það gangandi, hlaupandi eða hjólandi og þurftu að mæla vegalengd farna hverju sinni. Til þess að skrá vegalengdina sína notuðu þau einhverskonar hlaupaforrit t.d. Strava og Runkeeper. Á fjórum dögum höfðum við klárað að safna kílómetrum upp í ferðina til Akureyrar svo að það var ekkert annað í stöðunni en að lengja ferðina og klára hringinn í kringum landið sem jafngildir 1.322 km. Unglingarnir okkar eru svo öflugir að þau kláruðu hringinn á viku eða þremur dögum áður en áskorunin kláraðist.

Þetta var mjög skemmtileg áskorun og gaman að því hvað krakkarnir tóku virkan þátt. Nú hlökkum við til að hefja hefðbundið starf á ný í kvöld.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt