í flokknum: Gufunesbær, Vígyn

Þá er orðið ljóst að starfið okkar fram að páskum verður með rafrænu sniði eins og við höfum kynnst því áður. Við í Vígyn erum að skipuleggja rafræna viðburði fyrir bæði 10-12 ára starfið og unglingastarfið.

10-12 ára: Við erum búin að endurvekja Sway síðuna okkar og munum setja allar upplýsingar þangað inn varðandi rafræna viðburði sem og bæta inn afþreyingu fyrir krakkana til þess að gera heima. Hér er slóð að síðunni: https://sway.office.com/Dcl5SK2mO1kWC7pY?ref=Link
Við verðum dugleg við að minna foreldra á viðburðina á facebook hópi þeirra: Vígyn 10-12 ára starf

Unglingar: Allir viðburðir unglingastarfsins verða auglýstir á Instagram síðu okkar: vigynfelo

Páskabingó: Miðvikudaginn 31. mars ætlum við að vera með rafrænt páskabingó fyrir fjölskylduna. Upplýsingapóstur verður sendur á foreldra á mánudaginn næstkomandi og þar fer skráning fram.

Hlökkum til að sjá ykkur á skjánum og vonandi sem fyrst aftur í persónu!

Páskakveðjur,
Vígyn Starfsfólkið

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt