Gufunesbær kláraði skref tvö í Grænum Skrefum í starfsemi Reykjavíkurborgar nú á fimmtudaginn var. Til að klára áfangann fóru stjórnendur Gufunesbæjar og starfsfólk í fullu starfi í ratleik um Heiðmörk sem endaði í grilli í Furulundi. Ratleikurinn var í gegnum forritið Actionbound.

Grill í Furulundi.
“Þetta var ótrúlega skemmtilegur dagur, fjölbreyttar þrautir og gott hópefli,” segir Inga Lára Björnsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í Gufunesbæ. “Við lærðum helling á Actionbound forritið í leiðinni sem er hægt að nýta í starfinu okkar.”
Actionbound hefur reynst mjög vel í ratleikjum Gufunesbæjar og MÚÚ, allavega ef marka má síðustu fréttir hér á síðunni. Þátttakendur fengu því kennslu bæði í notkun forritsins og í útiveru.
Markmiðið var að skoða nærumhverfið sitt og kynnast þeim mörgu mögulegu útivistarsvæðum sem eru í návígi við Reykjavík.
Græn Skref er verkefni á vegum Reykjavíkurborgar, en það byggir á að efla . Skrefin eru fjögur og í öðru skrefinu þarf meðal annars að uppfylla ýmist varðandi fundarhald, samgöngur, flokkun og minni sóun.