Lengd viðvera hjá frístundaheimilunum er í boði í jóla- og páskafríum skólans, einnig á starfsdögum og þá daga sem foreldraviðtöl eru. Skrá þarf sérstaklega ef foreldri ætlar að nýta þjónustuna fyrir barnið sitt.
Um skráningu
Hægt er að skrá frá kl. 8:00-13:30, 13:30-17:00 eða allan daginn frá kl. 8:00-17:00.
Frístundaheimilið tekur ekki á móti óskráðu barni.
Fjöldi starfsmanna og vaktir þeirra eru ákveðnar út frá barnafjölda og þess vegna er skráning mikilvæg.
Foreldrar geta afskráð barn á meðan skráning er opin.
Eftir að skráningu lýkur er skránin bindandi.
Skráningu lýkur á miðnætti, viku áður en lengd viðvera rennur upp.
Ef lengd viðvera er marga daga í röð er einn skráningarfrestur fyrir alla dagana (jólafrí, páskafrí, samliggjandi starfsdagar/foreldraviðtöl)
Lengd viðvera 2021-2022 er í boði eftirfarandi daga:
Mánudagur 4. október (skráningafrestur til kl. 23:59 þann 27. september)
Föstudagur 15. október (skráningafrestur til kl. 23:59 þann 7. október)
Þriðjudagur 21. desember (skráningafrestur til kl. 23:59 þann 13. desember)
Miðvikudagur 22. desember(skráningafrestur til kl. 23:59 þann 13. desember)
Fimmtudagur 23. desember (skráningfrestur til kl: 23:59 þann 13. desember)
Mánudagur 27. desember(skráningafrestur til kl. 23:59 þann 13. desember)
Þriðjudagur 28. desember(skráningafrestur til kl. 23:59 þann 13. desember)
Miðvikudagur 29. desember (skráningafrestur til kl. 23:59 þann 13. desember)
Fimmtudagur 30. desember (skráningafrestur til kl. 23:59 þann 13. desember)
Mánudagur 3. janúar (skráningafrestur til kl. 23:59 þann 13. desember)