Sumarfrístund

Frístundaheimilin bjóða upp á sumarfrístund eftir að vetrarstarfi lýkur. Opnunartími sumarfrístundar er frá kl. 8:30-16:30. Börnin þurfa að hafa með sér þrjú nesti, morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu.

Sumarfrístund

  • Starfið

Sumarstarfið byggir á áralangri reynslu og starfsfólk hefur starfað með börnum í frístundaheimilum. Gerð er dagskrá fyrir hverja viku sem byggir á frjálsum leik, hreyfingu, útiveru, skapandi starfi, smiðjum, þemadögum og ferðum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu og um borgina sem miðast við aldurshópinn. Áhersla er lögð á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins. Við dagskrárgerð er reynt að hafa mismunandi dagskrá fyrir ólíka aldurshópa og samstarf milli frístundaheimila varðandi börnin úr 3. og 4. bekk t.d. um lengri ferðir. Dagskrá er send út í upphafi viku, mánudagar eru heimadagar eða með ferðir í nærumhverfinu.

 

Skráð er fyrir viku í senn og lýkur skráningu kl.12:00 á föstudegi fyrir komandi viku.  Allar umsóknir fara á bið þar til staðfesting berst frá frístundaheimili. Börn eiga forgang að sumarfrístund á því frístundaheimili sem tilheyrir þeirra grunnskóla. Ef hætta á við þátttöku á námskeiði þarf foreldri að afskrá viku áður en námskeið hefst (fyrir miðnætti á sunnudegi vegna námskeiðs sem hefst á mánudegi viku seinna), ella verður námskeiðsgjald innheimt að fullu.

 

Umsóknir barna sem ekki eru í forgangi að viðkomandi frístundaheimili eru í síðasta lagi afgreiddar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.

 

Frístundamiðstöðin áskilur sér rétt til þess að sameina námskeið ef þátttaka á hverjum stað er ekki næg og verða forráðamenn þá látnir vita um breytingar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.

 

Öll frístundaheimilin bjóða upp á sumarfrístund frá 8. júní til 7. júlí og síðan aftur frá 8. til 18. ágúst. Lokað verður frá 10. júlí til 7. ágúst.

Skráning hefst 25. apríl kl. 10:00 hér

Veittur er 20% systkinaafsláttur af grunngjaldi.

Sumarnámskeið á Frístundavefnum

Nánari upplýsingar um sumarfrístundastarf og skráningu eru að finna hér:

Sumarfrístund

Hvað viltu skoða næst?

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt