í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Gufunesbær, Höllin, Sigyn, Vígyn

Senn líður að skólaslitum í grunnskólum og sumarstarfið að taka við í leikskólum og í frístundastarfinu. Ýmsar hættur geta fylgt ævintýrum sumarsins og því brýnt fyrir foreldra/forráðamenn að kynna sér verndandi þætti í lífi barna og unglinga.

Skólaárið 2020-2021 var um margt frábrugðið því sem við eigum að venjast. Rannsóknir sem börn og unglingar í 5.-7. bekk og í 8.-10. bekk grunnskólanna í Reykjavík svöruðu í febrúar 2021 benda til þess að þau séu að standa sig afar vel á flestum sviðum þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður. Góður árangur í heilsueflingar- og forvarnarstarfi síðustu áratuga hefur meðal annars náðst með samstöðu foreldra.

Þó eru ýmis teikn á lofti og því eru foreldra/forsjáraðila leik- og grunnskólabarna í Reykjavík minntir á mikilvægt forvarnarhlutverk sitt. Það eru ýmsar hættur sem geta fylgt ævintýrum sumarsins þegar losnar um rútínuna og börn og unglingar hafa meiri frítíma. Mikilvægt er að foreldrar leikskólabarna og barna í yngri bekkjum grunnskóla kynni sér verndandi þætti í lífi barna og unglinga strax við upphaf skólagöngu, ekki síður en foreldrar eldri barna.

Hér viljum við benda á mikilvæga verndandi þætti:

  1. Samvera foreldra og barna.
  2. Nægur svefn.
  3. Foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk.
  4. Foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra vinanna.
  5. Þátttaka barna í skipulögðu frístundastarfi.
  6. Virða útivistartíma og barnaverndarlög.
  7. Skýr afstaða gegn neyslu áfengis, vímuefna, tóbaks, nikótínpúða og rafretta.
  8. Samstarf, traust og þátttaka í foreldrastarfi, t.d. bekkjarsamningum, foreldraráðum og foreldrarölti.

Þetta eru þættir sem foreldrar þurfa að hafa í heiðri í uppeldi barna á öllum aldri.

Rannsóknir sýna fram á að helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir eru til að mynda útivera barna eftir að lögbundnum útivistartíma lýkur og að færri börn meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Börnum fjölgar sem telja sig ekki fá nægan svefn og mikilvægt er að fylgja eftir reglum og koma sér saman um viðmið um snjalltækja- og tölvunotkun barna. Ölvun unglinga í 10. bekk hefur aukist lítillega frá því í október 2020 og kannabisneysla sömuleiðis. Þá hefur þeim fjölgað talsvert sem nafa notað nikótínpúða, sem er áhyggjuefni. Rannsóknir sýna jafnframt fram á aukingu á klámáhorfi og nektarmyndarsendingum sem mikilvægt er að sporna gegn.

Forvarnarbréf samhljóða þessari frétt hafa verið send foreldrum barna og unglinga í borginni á ýmsum tungumálum.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt