Hagnýtar upplýsingar

Hér er að finna reglur félagsmiðstöðvarinnar ásamt tenglum og skjölum með gagnlegu efni sem tengist starfi félagsmiðstöðvanna.

Hagnýtar upplýsingar

  • Reglur

Almenn skilyrði fyrir þátttöku í starfi Vígynjar

 

Samskipti:

Það er lykilatriði að sýna virðingu og þroska í samskiptum við starfsfólk Vígynjar og aðra sem í félagsmiðstöðina koma. Það skiptir máli að þú hlustir vel á starfsfólk Vígynjar og farir eftir því sem það segir, en jafnframt að þú leitir til okkar ef upp koma vanda- eða ágreiningsmál.

 

Vímuefni:

Notkun áfengis, tóbaks, veips eða annara vímuefna er hvorki leyfileg í Vígyn, né íöðru starfi sem viðkemur félagsmiðstöðinni.

 

Ofbeldi:

Við viljum ekkert ofbeldi hér í Vígyn, hvorki líkamlegt né andlegt.

 

Frágangur:

Það þarf að ganga vel um húsnæði Vígynjar og alla hluti sem tilheyra
félagsmiðstöðinni.

 

Með því einu að mæta í Vígyn og taka þátt í starfi á vegum félagsmiðstöðvarinnar þá ert þú að samþykkja þessar reglur. Ef þú brýtur fyrrgreindar reglur getur þú átt von á því að verða vísað frá félagsmiðstöðinni tímabundið og að haft verði sambandi við foreldra/forráðamenn þína.

Hvað viltu skoða næst?

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt