Frístundaheimilin bjóða upp á sumarfrístund eftir að vetrarstarfi lýkur. Miðað er við að börnin séu í virkri dagskrá frá kl.09:00 til 16:00. Hægt er að kaupa viðbótarstund frá kl.08:00 til 09:00 og frá kl.16:00 til 17:00. Börnin þurfa að hafa með sér þrjú nesti, morgunhressingu, hádegismat og síðdegishressingu.
Starfið
Sumarstarfið byggir á áralangri reynslu og starfsmenn hafa starfað með börnum í frístundaheimilum.
Í upphafi hverrar viku er gerð dagskrá sem byggir á frjálsum leik, hreyfingu, útiveru, skapandi starfi, smiðjum, þemadögum og ferðum.
Áhersla er lögð á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins.
Við dagskrárgerð er reynt að hafa mismunandi dagskrá fyrir ólíka aldurshópa og samstarf verður milli frístundaheimila varðandi börnin úr 3. og 4. bekk t.d. um lengri ferðir.
Skráð er fyrir viku í senn og lýkur skráningu kl.12:00 á föstudegi fyrir komandi viku.
Ef hætta á við þáttöku á námskeiði þarf að tilkynna það skriflega til viðkomandi frístundaheimilis / frístundamiðstöðvar viku áður en námskeið hefst ( fyrir miðnætti á sunnudegi vegna námskeiðs sem hefst á mánudegi viku seinna), ella verður námskeiðisgjald innheimst að fullu.
Frístundamiðstöðin áskilur sér rétt til þess að sameina námskeið ef þátttaka á hverjum stað er ekki næg og verða forráðamenn þá látnir vita um breytingar um hádegi á föstudegi áður en námskeið hefst.
Sumarnámskeið á Frístundavef ÍTR
Nánari upplýsingar um sumarfrístundastarf og skráningu eru að finna á frístundavef ÍTR.