í flokknum: Ævintýraland, Brosbær, Dregyn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Fjörgyn, Frístundaheimili (6-9ára), Galdraslóð, Gufunesbær, Höllin, Hvergiland, Kastali, Púgyn, Regnbogaland, Sigyn, Simbað sæfari, Tígrisbær, Vígyn

Gufunesbær og Miðstöð Útiveru og Útináms (MÚU) stóðu fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum í haustfríinu síðustu helgi. Annars vegar var
rafrænn ratleikur um allan Grafarvoginn og hins vegar Haustmyndasamkeppni.

Stína Bang er verkefnastjóri Miðstöðvar Útiveru og Útináms. „Við ætluðum að vera með dagskrá hérna í Gufunesbæ. Það átti að vera varðeldur og veitingar, fólk gat komið og grillað með okkur,“ segir hún.
Heimsfaraldurinn sigraði því miður þær áætlanir en í staðinn settu starfsmenn upp þessa rafrænu hittinga.

Haustmyndakeppni

Keppnin var ekki bundin við neina staðsetningu en allir gátu tekið þátt.

Bara ef náttúran gæti reddað okkur svona grímum

„Við hjá MÚÚ vildum hvetja fólk til að fara út í hvaða veðri sem er,“ segir Stína.

„Það voru alls kyns verkefni en allt saman myndir sem þau áttu að taka. Af hinum ýmsu hlutum, nýta
umhverfið og náttúruna.“

Þátttakendur fengu frjálsar hendur með að leyfa sköpunargáfunni að fara á flug. Það sést vel enda eru
myndirnar ótrúlega fjölbreyttar og listrænar. „Það var gott fyrir litlar einingar að gera þetta,
hvort sem það eru vinir eða fjölskyldur,“ segir Stína.

Í verðlaun fyrir fimm stigahæstu liðin var eitt kíló af Nóa Konfekti. Vinningsliðin voru Rimastuð,
Nammigrís, G20F17, Bjjkkk og Súkkulaðigrís. Myndirnar má sjá hér í fréttinni.

 

Ratleikir í hverfum Grafarvogs.

Í ratleiknum nýttu hópar snjalltæki til að leysa ýmsar þrautir. Ratleikir voru settir upp á fimm svæðum í Grafarvogi og var markmið hópa að finna
ákveðna GPS punkta.

„Hver og einn gat semsagt halað niður forriti sem heitir Action Bound. Svo finna þau GPS staðsetningu og þar áttu þau að leysa verkefni,“ segir Stína. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg. „Stundum átti að taka mynd,  stundum voru spurningar, svo voru líka æfingar  eða einhverskonar gjörningur.“

Ratleikurinn gekk vel og fékk fínar viðtökur. „Það er nefnilega hægt að gefa leikjum einkunn í Action Bound appinu og það kom bara mjög vel út.“

Heppnaðist vel

Stína er ánægð með útkomuna. „Það var mjög mikið af fjölskyldum í haustmyndakeppninni, sem var mjög gott,“ segir hún.

Þátttakendur voru mjög skapandi í myndum sínum.

„Það var mjög skemmtilegt hvað kom úr þessu. Ég er mjög hrifin af þessu fyrirkomulagi sem Action
Bound býður upp á, hægt að vinna með litlum einingum og með stærri hópum.“

Forritið og fyrirkomulagið hentar líka vel til að blanda saman útivist og snjalltækjum. „Sem gerir þetta mjög spennandi fyrir marga, eins og krakka. Það er skemmtilegt að sjá hvað við erum að gera til að auka samveru. Foreldrar eru kannski að reyna að koma krökkunum út og hérna ertu með
eitthvað í höndunum sem er einfalt og sameinar alla.

Allar myndir Haustsamkeppninnar má nálgast hér.

 

 

 

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt