í flokknum: Vígyn

Þá er starfið okkar hafið aftur eftir sumarfrí.

Mikið er gaman að fá líf í húsið og hitta alla krakkana aftur! Unglingastarfið hófst í gærkvöldi á stuttum fundi með 8. bekk þar sem við fórum yfir reglur og fyrirkomulag félagsmiðstöðvarinnar, í kjölfarið bættust svo 9. og 10.bekkur við á fjölmenna fyrstu opnun. Dagskrá til og með næsta föstudegi (3. september) má finna á instagram reikningi félagsmiðstöðvarinnar: vigynfelo sem og á like síðunni okkar á facbeook: Félagsmiðstöðin Vígyn.

10-12 ára starfið okkar fer svo af stað mánudaginn 30. ágúst. Fyrstu vikuna ætlum við að bjóða einum árgangi í einu til okkar, við ætlum í leiki, halda opið hús ásamt því að bjóða uppá eitthvað gott. Mæting er sem hér segir:

7. bekkur: 16:30-18 mánudaginn 30. ágúst
6. bekkur: 16:30-18 miðvikudaginn 1. september
5. bekkur: 16:30-18 föstudaginn 3. september

Dagskrá fyrir september mánuð 10-12 ára starfsins má finna í fréttabréfi sem sent hefur verið á foreldra, í facebook hóp foreldra: https://www.facebook.com/groups/380286770034225 og hér á heimasíðunni.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt