í flokknum: Kastali

Þann 20.-24. janúar 2020 fer fram ytra mat í frístundaheimilinu Kastala á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Með ytra mati er átt við úttekt á starfsemi stofnunar sem unnin er af utanaðkomandi aðilum, s.s.  sveitarfélögum.

Matið er liður í að styðja og efla frístundastarf og kemur til viðbótar innra mati frístundaheimila. Stefna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um uppeldi og menntun er höfð til viðmiðunar í matinu, en viðmiðin byggja meðal annars á lögum sem lúta að starfsemi fyrir börn og unglinga, stefnu skóla- og frístundasviðs, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, grunnþáttum menntunar og Starfsskrá frístundamiðstöðva SFS auk stefnumótunar borgarinnar í starfsmannamálum og mannréttindamálum. Í viðmiðunum er lýst frístundastarfi sem er í góðu samræmi við skyldur og tilmæli laga og stefnu Reykjavíkurborgar um frístundastarf og getur því talist gæðastarf. Fimm megin svið verða skoðuð í matinu: 1. Stjórnun, 2. Frístundastarf, 3. Mannauður, 4. Staðarbragur og 5. Innra mat. Viðmiðin eru aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar undir þessum lið.

Starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sér um matið sem m.a. felst í að afla upplýsinga um starfsemina með gögnum, viðtölum og rýnihópum auk þess sem matsaðilar dvelja í 3-4 daga í frístundaheimilinu og fylgjast með starfinu.

Í kjölfar matsins eru niðurstöður birtar í skýrslu og greinargerð sem frístundaheimilið fær í hendur. Á grundvelli niðurstaðna gerir frístundaheimilið umbótaáætlun þar sem fram kemur hvernig unnið verður með þá þætti sem bæta þarf úr.  Umbótaáætlun er skilað til skrifstofustjóra frístundamála fagskrifstofu SFS og birt á heimasíðu Reykjavíkurborgar ásamt skýrslu um niðurstöður matsins.

Verkefnastjóri ytra matsins er Sigrún Harpa Magnúsdóttir, matssérfræðingur hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar; sigrun.harpa.magnusdottir@reykjavik.is)

English below:

External evaluation in Kastala

 

During the next few weeks an external evaluation will be in process in Kastala. External evaluation has been carried out in after school activity and youth centers since 2014. Main results of the evaluation are published and few weeks after, the after school activity center makes an improvement plan and submit to the Division of schools and leisure, based on the results.

The external evaluation is carried out by staff from Division of schools and leisure and includes interviews and focus groups as well as visits in the after school activity. The external evaluation is part of the support to the after school activity and is an addition to its internal evaluation.

Information about the quality standards for the external evaluation is on Reykjavik City /Department of Education and Youth webside is here (in icelandic).

The project manager for the external evulation is:

Sigrún Harpa Magnúsdóttir

Evaluation specialist.

Reykjavík City Department of Education and Youth

sigrun.harpa.magnusdottir@reykjavik.is

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt