Félagsmiðstöðin Sigyn – Rimaskóla

Home » Sigyn » Um Sigyn

Um félagsmiðstöðina Sigyn

Félagsmiðstöðin Sigyn – Rimaskóla
Sími: 695-5186 og 411-7735

Félagsmiðstöðin Sigyn var vígð 2. desember 1997. Hún var fyrst útibú frá Fjörgyn í Foldaskóla en féll síðan undir hatt Gufunesbæjar þegar hann var stofnaður. Nafnið Sigyn er úr goðafræðinni og er nafn á eiginkonu Loka samkvæmt Snorra-Eddu. Sigyn er staðsett í Rimaskóla og þjónustar því mjög stóran hóp af unglingum og börnum á miðstigi. Starfsfólk Sigynjar hlakkar til að sjá ykkur og að eiga með ykkur ánægjulegar stundir.

Félagsmiðstöðvar í Reykjavík starfa samkvæmt Starfsskrá skrifstofu tómstundamála (ÍTR)sem kom út vorið 2007 og er megináherslan lögð á starf fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára. Starf fyrir börn á aldrinum 10-12 ára hefur þó verið að aukast í félagsmiðstöðvunum í Grafarvogi undanfarin ár. Í starfi félagsmiðstöðva er lögð áhersla á að þjálfa samskiptafærni, auka félagsfærni, styrkja sjálfsmynd og efla samfélagslega virkni og þátttöku. Barna- og unglingalýðræði er hugmyndafræðin sem starfið byggir á og tryggir áhrif barna og unglinga á starfið. Kosningar í unglingaráð eru í anda þessarar hugmyndafræði en mikilvægasta hlutverk ráðanna er að virkja sem flesta til þátttöku í starfinu ásamt því að standa fyrir og skipuleggja dagskrána.

Um Sigyn
Starfsmenn

Starfsmenn

 • Maríanna Wathne Kristjánsdóttir
  Maríanna Wathne Kristjánsdóttir Aðstoðar forstöðukona
  • Njörður Njarðarson
   Njörður Njarðarson Forstöðumaður
   • Hlynur Örn Gestsson
    Hlynur Örn Gestsson Frístundaleiðbeinandi í Sigyn
    • Ína Högnadóttir
     Ína Högnadóttir Frístundaleiðbeinandi
     • Matthías Harðarson
      Matthías Harðarson Frístundaleiðbeinandi
      • Georg Guðjónsson
       Georg Guðjónsson Frístundaleiðbeinandi
       Starfsáætlun

       Starfsáætlun…

       Gildi

       Gildi Gufunesbæjar

       Um Sigyn
       Contact Us

       We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

       Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt