Forsíða / Frístundagarðurinn

 Frístundagarðurinn við Gufunesbæ

Panta grillskýli

Frístundagarðurinn

Panta strandblakvöll

Frístundagarðurinn

Folfkort

Frístundagarðurinn

Rathlaupskort

Frístundagarðurinn

Skóla- og frístundahópar

Ef þú ert skóla- eða frístundahópur og vilt koma á svæðið þá vinsamlega pantaðu aðstöðu eða þjónustu með því að hafa samband við uti@gufunes.is

Ævintýrahóllinn, leikkastalinn og vatnleiktækið
Á túninu við Gufunesbæ er búið að gera skemmtilegan ævintýrahól og risa leikkastala fyrir yngri kynslóðina.

Ævintýrahóllinn er með göng sem liggja í gegnum hann og eru fjórar inngönguleiðir. Upp á hólnum er pallur og er hægt að klifra upp á með því að nota kaðal. Leikkastalinn er risa stór ævintýraheimur út af fyrir sig. Í vatnsleiktækinu er mögulegt að sulla með vatn og sand ásamt því að vaða í tjörnunum. Einnig er kominn á svæðið lítill burstabær fyrir yngstu börnin.

Grillaðstaða
Góð grillaðstaða er á svæðinu sem hægt er að nýta þegar komið er í heimsókn. Grillin sem eru á svæðinu eru kolagrill og því þarf að taka með sér kol og grillvökva. Grillaðstaðan er frátekin fyrir skóla- og frístundarhópa á virkum dögum milli kl.08:00 – 16:00.

Aðrir hópar geta pantað aðstöðuna eftir kl. 16:00 með því að smella hér. Ef þú þarft grillaðstöðuna milli kl.08:00 – 16:00, þá vinsamlega hafðu þá samband við uti@gufunes.is til að athuga hvort hún sé í notkun.

Strandblakvellir

Við Gufunesbæ eru þrír samliggjandi strandblaksvellir, fullbúnir með ekta hvítum skeljasandi. Hægt er að fá lánaða blakbolta á meðan starfsemi er á svæðinu, en annars er öllum frjáls aðgangur að þeim, sér að kostnaðarlausu. Hægt er að taka frá eða panta velli fyrir hópa.

Til taka frá strandblakvöll smelltu hér.

Frisbígolf / folf
Við Gufunesbæ er átján holu frisbígolfvöllur og er öllum heimill aðgangur sér að kostnaðarlausu. Sex holu hringur er ákjósanlegur fyrir þá sem vilja prufa og tekur það um klukkustund fyrir hóp að fara þann hring. Folf er einfaldur og skemmtilegur leikur sem hentar öllum aldurshópum.

Sjá heimasíðu Íslenska frisbígolfsambandsins
Kort af folfvellinum í Gufunesi

Rathlaupabraut / Orienteering
Við Gufunesbæ er föst rathlaupabraut. Brautin hefur 20 stöðvar sem búið er að merkja á sérstakt rathlaupakort. Hægt er að nálgast kort af svæðinu hér á þessari síðu og á síðu rathlaupafélagsins Heklu. Hér er einnig hægt að fá verkefnabók fyrir skólahópa. Rathlaup er krefjandi víðavangshlaup með rötun og að lesa í umhverfi sem einn af aðalþáttum.

Sjá heimasíðu Rathlaupafélagsins Heklu
Rathlaupakort til að prenta
Verkefnabók um rathlaup
MOBO forrit í símann

Klifur
Á svæðinu er gamall tólf metra hár súrheysturn sem nýttur hefur verið fyrir veggjaklifur. Boðið er bæði upp á klifurleiðir inni í turninum sem og utan á honum. Leiðirnar eru mis erfiðar, en allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Vinsældir klifurs hafa aukist mikið undanfarið enda geta allir tekið þátt og látið reyna á eigin getu og þor.

Klifur er hópum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkur að kostnaðarlausu milli kl. 09:00 – 16:00. Félagsmiðstöðvar hafa möguleika á að nýta sér aðstöðuna eftir kl. 16:00 í samstarfi við Gufunesbæ.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt