Hlaðan

Hlaðan old

Velkomin í Hlöðuna

Árið 2007 var hafist handa við að endurgera hlöðuna sem stendur við Gufunesbæ. Framkvæmdum lauk árið 2008 og í dag er hún nýtt sem fjölnota salur. Hlaðan tekur allt að 100 manns í sæti og eru áhöld og búnaður fyrir þann fjölda. Tækjakostur er góður í Hlöðunni, hljóðkerfi með hljóðnemum og mixer, tölvu og skjávarpi og þráðlaust net.

Hlaðan hentar mjög vel fyrir fundi, starfsdaga, minni ráðstefnur og veislur og er hægt að stilla salnum upp hvort heldur með langborðum, hringborðum eða bíóstillingu.

Á dagtíma á virkum dögum er hægt að kaupa veitingar, morgun- og síðdegiskaffi, auk þess sem hægt er að óska eftir að starfsmaður Hlöðunnar sjái um að panta og bera fram léttan hádegisverð.

Góð aðstaða og notalegt andrúmsloft í sveitinni í Reykjavík hefur gert Hlöðuna að vinsælum valkosti. Margir nýta sér einnig samhliða möguleika frístundagarðsins til útivistar og hópeflis.

  • Frístundamiðstöðin Gufunesbær
  • Við Gufunesveg,, 112 Reykjavík
  • 411-5600
  • gufunes@rvkfri.is
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt